Áfanginn miðar að því að auka skilning nemandans á starfsemi þjóðarbúsins og hreyfiöflum efnahagsþróunar, ásamt því að fjalla um alþjóðlega samvinnu í efnahagsmálum. Fjallað er um markmið hagstjórnunar og helstu hagstjórnartæki. Alþjóðlegar stofnanir og samtök á efnahagssviði eru kynnt, einkum í ljósi áhrifa þeirra á íslenskt efnahagslíf.
5 feiningar í þjóðhagfræði á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hringrás efnahagslífsins og samhengi hagstærða
ólíkum viðhorfum til efnahagsstefnunnar
mikilvægi alþjóðlegra stofnana og samtaka á íslenskt efnahagslíf
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita upplýsingatækni við lausn verkefna
útskýra algengustu hugtök sem unnið er með í áfanganum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í daglegri efnahagsumræðu
tjá sig munnlega og skriflega um hagræn málefni og mótað sjálfstæðar skoðanir