Í áfanganum er fjallað um þjóðsögur og flökkusagnir. Lögð er áhersla á einkenni munnmælasagna, trúverðugleika og fleira í þá veru. Nemendur þjálfast í að segja sögur og beita til þess tækni sagnaþula.
10 einingar á 2. þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
inntaki og einkennum þeirra verka sem lesin eru eða tekin fyrir á annan hátt
helstu einkennum munnmælasagna
helstu tegundum munnmælasagna
helstu hugtökum bókmenntafræðinnar sem tengjast sögum af þessu tagi
því helsta sem hafa þarf í huga þegar saga er sögð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
flytja af nokkru öryggi fyrirlestra og sögur
lesa sér til gagns og gamans frásagnir og umfjöllun um þær
nota viðeigandi hjálpargögn við frágang og framsetningu ritaðs og talaðs máls
greina lykilatriði og andstæð sjónarmið í mismunandi verkum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
bera saman mismunandi verk
beita gagnrýninni hugsun í umfjöllun
meta áreiðanleika sagna og heimilda
beita skýru, lýtalausu og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
segja sögur á áhrifaríkan hátt þannig að helstu einkenni frásagnarlistarinnar skili sér
Símat/leiðsagnarmat þar sem lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat.