Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429577099.45

    Sköpun og skrif
    ÍSLE3RS05
    100
    íslenska
    Skapandi skrif
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er unnið að skapandi skrifum. Nemendur kynna sér ýmsar tegundir skapandi verkefna og semja handrit, ljóð og sögur af ýmsu tagi.
    10 einingar á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum sem tengjast skapandi skrifum
    • ýmsum tegundum bókmennta og nytjatexta
    • stefnum í íslenskum bókmenntum sem tengjast viðfangsefninu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna skapandi efni frá hugmynd til birtingar
    • ganga frá eigin verkum til birtingar eða flutnings
    • veita uppbyggilega gagnrýni og nýta sér hana frá öðrum
    • skilja viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar tilvísanir í ræðu og riti
    • flytja af öryggi og sannfæringarkrafti kynningu á eigin sköpunarverkum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrifa vel uppbyggðan og grípandi texta
    • velja framsetningu eftir efni, aðstæðum og viðtakendum
    • leggja mat á og efla eigin málfærni
    • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt í ræðu og riti
    • vinna á gagnrýninn hátt
    • setja fram efni sitt þannig að inntakið liggi ekki á yfirborðinu
    • sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í verkum sínum
    Símat/leiðsagnarmat