Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429721976.96

    Frítímafræði barna og ungmenna
    TÓMS2FB05
    5
    tómstundir
    Frítímafræði barna og unglinga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum læra nemendur um gildi frístundastarfs fyrir börn og ungmenni. Fjallað verður um tækifæri til formlegs og óformlegs uppeldis og menntastarfs í tengslum við frítímafræði. Hvernig hægt er að virkja samfélagshópa sem af ýmsum ástæðum taka ekki þátt í hefðbundnu frístundastarfi. Fjallað verður um jafnrétti m.t.t. stéttar, kyngervis, kynþáttar og fötlunar. Gerð er grein fyrir frístundastarfi í forvarna- eða endurhæfingarskyni. Farið er yfir þætti sem einkenna viðfangsefni í starfi með sérhópa og áhættuhópa og þær ólíku þarfir og óskir sem taka verður mið af. Kennt er um gildi og aðferðafræði í hópastarfi út frá forvörnum og lýðheilsu. Gerð er grein fyrir einkennum og algengustu orsökum félagslegrar einangrunar og áhrifum hennar á einstaklinga og samfélagshópa, blöndun sem aðferð í hópastarfi, íhlutun og meðferð.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi frístundastarfs fyrir börn og ungmenni.
    • hvernig hægt er að hagnýta frítímafræði til uppeldis og menntastarfs.
    • fjölbreytileika og jöfnum tækifærum fyrir alla.
    • þeim samfélagshópum sem ekki taka þátt í hefðbundnu frístundastarfi, einkennum þeirra og sérstöðu með hliðsjón af lögum og sértækri þjónustu.
    • frístundastarfi í forvarna- og endurhæfingarskyni.
    • helstu hindrunum fyrir þátttöku í frístundastarfi, s.s. félagslegri einangrun.
    • blöndun, íhlutun og meðferð í hópastarfi í sér- og áhættuhópum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ræða og greina leiðir við uppsetningu frístundastarfs fyrir börn og ungmenni út frá fjölbreyttum markmiðum.
    • finna leiðir til að setja upp fjölbreytt frístundastarf með jafnrétti að leiðarljósi.
    • afla upplýsinga um frístundastarf sem stendur börnum og ungmennum til boða.
    • skipuleggja mismunandi frístundastarf í forvarna- og endurhæfingarskyni.
    • sjá leiðir fram hjá hindrunum í tengslum við frístundastarf.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • setja upp viðfangsefni í frístundastarfi sem metið er með verkefni og kynningu.
    • skipuleggja frístundastarf út frá jöfnum tækifærum og fjölbreyttum markmiðum sem metið er með leiðsagnarmati, umræðum og verkefni. • gera grein fyrir þeim sér- og áhættuhópum
    • samfélaginu sem ekki taka þátt í hefðbundnu félagsstarfi á vettvangi frímtímans sem metið er með skriflegum verkefnum, kynningum og prófi.
    • setja fram kynningarefni um félagsstarf í frítíma fyrir börn og ungmenni sem metið er með jafningjamati og kynningu.
    • gera áætlun um frístundastarf í forvarna- og endurhæfingarskyni sem metið er með áætlun.
    • örva frístundastarf meðal einangraðra samfélagshópa sem metið er með áætlunum og kynningu.
    • búa til áætlanir um frístundastarf fyrir mismunandi sér- og áhættuhópa sem metið er með umræðum og verkefni.
    Próf og mat á verkefnum sem m.a. eru fólgin í áætlanagerð og kynningum.