Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1429877457.82

    Heilsufræði 2
    HEIF1HN02(AV)
    5
    heilsufræði
    hreyfing, lýðheilsa, næring
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    AV
    Áfanginn er bóklegur og fjallar um fræðilega þætti heilsulæsis, líkamsþjálfunar og heilsueflingar. Í áfanganum er farið yfir almenna þjálffræði tengda upphitun, þol-, styrktar-, og liðleikaþjálfun. Fjallað er um mikilvægi næringar, áhrif umhverfis og menningar á heilsu, hreinlæti, kynheilbrigði og fleira sem tengist því að auka heilsulæsi einstaklingsins og ábyrgð hans á eigin heilsu. Auk þess er fjallað um heilsu á víðtækan hátt og forvarnagildi hreyfingar og heilbrigðs lífsstíls. Áhersla er á að nemandinn byggi ofan á grunn úr fyrri áfanga og verði meðvitaðri um þætti sem hafa áhrif á eigin heilsu.
    HEIF1HN02 eða sambærilegur áfangi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim þáttum sem hafa áhrif á heilsu okkar
    • mikilvægi andlegrar, félagslegrar og líkamlegrar vellíðunar
    • hvernig nemandi getur haft áhrif á þá þætti sem stjórna eigin vellíðan
    • mikilvægi þess að byggja upp virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum með því að rækta líkama sinn og sál
    • áhrifum umhverfis og menningar á hugmyndir fólks um heilsu og heilbrigði
    • mikilvægi upphitunar, úthalds- styrktar- og liðleikaþjálfunar
    • mikilvægi réttrar líkamsbeitingar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • temja sér hollt og gott mataræði
    • nota heilsulæsi til að efla og viðhalda góðri andlegri og líkamlegri heilsu
    • skipuleggja eigin þjálfun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • styrkja jákvæða sjálfsmynd með þátttöku í almennri heilsurækt, leikjum og útiveru
    • skilja gildi samvinnu í leik og keppni
    • nýta upplýsingar á netinu er varða heilsusamlegan lífsstíl, jákvæða sjálfsmynd og geðheilbrigði
    • sýna öðrum virðingu við leik, nám og störf
    • skipuleggja fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt
    • tileinka sér hollar og fjölbreyttar fæðuvenjur
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.