Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430214302.08

    Framreiðsla og matreiðsla
    VFFM1MF10
    4
    Verkleg færniþjálfun ferða- og matvælagreina
    framreiðsla, hráefni, innkaup, matreiðsla
    Samþykkt af skóla
    1
    10
    AV
    Nemandinn fær kynningu á starfi framreiðslu- og matreiðslumannsins, réttindum og skyldum, forsendum starfsins og við hvaða aðstæður störfin fara fram. Nemandinn kynnist umfangi starfa og hve stór þáttur samskipti við gesti eru. Farið er yfir innkaup á hráefni til matargerðar og öðrum aðföngum, ásamt kynningu og verklegri þjálfun í helstu þáttum starfa í ferða- og matvælagreinum. Nemandinn þjálfast í notkun helstu áhalda við matargerð, fær þjálfun í að elda mat og reiða fram. Lögð er áhersla á persónulegt hreinlæti skv. HACCP skilgreiningum, samvinnu og samskiptahæfni.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnverkun á fiski, beinhreinsun og roðflettingu
    • starfi framreiðslu- og matreiðslumanna og því umhverfi sem störfin fara fram í
    • persónulegu hreinlæti og gildi þess í matvælagreinum
    • hvað felst í störfum framreiðslu- og matreiðslumanna og möguleikum sem þau bjóða upp á til frekari starfa
    • áhöldum og tækjum sem notuð eru í ferða- og matvælagreinunum og notkunarmöguleikum þeirra
    • góðum siðum er varða umgengni við gesti og samstarfsfólk
    • grunnþáttum í framreiðslu mismunandi rétta á veitingastað
    • grunnþáttum í eldun einfaldra rétta í samræmi við verklagsreglur
    • notkun uppskrifta og uppskriftabóka í matreiðslu
    • innkaupum matvara og annarra aðfanga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leggja lín á borð og brjóta munnþurrkur
    • vinna einföld verkefni í framreiðslu og matreiðslu
    • umgangast tæki sem notuð eru í veitingasal, eldhúsum veitingastaða og kunna rétta notkun þeirra
    • nota mismunandi hnífa við störf í matreiðslu
    • matreiða súpur og sósur frá grunni
    • raða mat á matarfat og diska eftir réttum faglegum hefðum
    • binda upp kjöt fyrir steikingu
    • umgangast gesti og samstarfsfólk við störf í matvælagreinum
    • leita hagstæðra innkaupa á matvörum
    • þekkja réttindi og skyldur starfsmanna á vinnustað
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla sér frekari þekkingar í ferða- og matvælagreinum
    • vinna einföld grunnstörf í framreiðslu og matreiðslu
    • skilja til hvers er ætlast í störfum framreiðslu- og matreiðslufólks
    • vinna með helstu áhöld og tæki sem notuð eru við störf í framreiðslu og matreiðslu
    • nýta þekkingu sína til að reikna út hráefnismagn og gera hagkvæm innkaup
    • gæta að eigin hreinlæti og því hreinlæti sem kröfur eru gerðar um í matvælagreinum, (HACCP)
    • skilja hlutverk fyrirtækja gagnvart starfsmönnum m.t.t. kjaramála
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.