Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430315523.43

    Almenn íslenska 1: læsi, málfræði, ritun
    ÍSLE1UA05(FB)
    60
    íslenska
    einföld málfræði, lestur, ritun, stafsetning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    FB
    Í þessum áfanga eiga nemendur að ná tökum á að skrifa einfalda texta. Í tengslum við ritsmíðar er komið inn á sjálfstæði og frumkvæði við gerð ritsmíða, grunnreglur í stafsetningu og málnotkun. Nemendur skulu lesa ýmsa einfalda ólíka texta, s.s. blaðagreinar, bréf, tímaritsgreinar, smásögur og einföld ljóð. Þá fá nemendur þjálfun í hraðlestri og tjáningu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sjálfstæðum vinnubrögðum við gerð ritsmíða
    • undirstöðuatriðum í stafsetningu
    • helstu orðflokkum og auðveldum málfræðiatriðum
    • stuðlasetningu og rími
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stafsetningu
    • ritun einfaldra, ólíkra texta
    • notkun ýmissa hjálpargagna, t.d. hugarkorta, glósuforrita, hljóðskráa, orðabóka og leiðréttingarforrita
    • notkun einfaldra málfræðihugtaka í rituðu og mæltu máli
    • lestri ólíkra texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rita einfalda texta
    • beita einföldum málfræðihugtökum í ritmáli og talmáli
    • nota hjálpargögn við ritsmíðar og lestur
    • Þekking er metin með lokaprófi, stuttum prófum og verkefnum sem unnin eru í kennslustundum. • Leikni er metin út frá vinnubrögðum við uppsetningu ólíkra ritunarverkefna, skilningi á lesnum texta, málfari, tjáningu og frágangi. • Hæfnin er metin í verkefnavinnu út frá samvinnu nemenda og skoðanaskiptum. Í ritun er hún metin út frá sjálfstæði, frumkvæði og málfari sem forðast einhæfni og endurtekningar.