Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430315993.87

    Rannsóknarverkefni á félagsvísindasviði
    RANN3MR05(12)
    3
    aðferðafræði
    Megindlegar rannsóknir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    12
    Fjallað er um rannsóknarsnið, helstu gagnaöflunaraðferðir og tölfræði. Nemendur eiga að gera eigin rannsókn og þjálfast í tölfræðilegri úrvinnslu gagna og kynnast helstu vandamálum samfara því að gera félagsfræðilega rannsókn. Þá eru kenndir helstu þættir í lýsandi tölfræði, myndrænni framsetningu gagna og einfaldri framsetningu á niðurstöðum. Nemendur eiga að geta nýtt sér líkindareikning og einföld tölfræðipróf við úrvinnslu gagna. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt sem krefst frumkvæðis, sköpunar og ábyrgðar og skila í lok annar lokaafurð í formi skýrslu og kynna fyrir samnemendum sínum.
    130 einingar á stúdentsbraut
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu hugtökum sem tengjast megindlegum rannsóknaraðferðum.
    • helstu verkferlum við beitingu megindlegrar rannsóknaraðferðar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina á milli ólíkra rannsóknaraðferða og beita í það minnsta einni þeirra.
    • miðla þekkingu sinni á kenningum og rannsóknum.
    • setja fram rannsóknarspurningar og tilgátur um rannsóknarefni að eigin vali.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja megindlega rannsóknarhefð við helstu kenningar félagsvísinda ...sem er metið með... lokaverkefni.
    • framkvæma megindlega rannsókn á viðfangsefni að eigin vali ...sem er metið með... lokaverkefni.
    • kynna rannsóknarniðurstöður sínar á viðeigandi hátt ...sem er metið með... lokaverkefni.
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, draga ályktanir af rannsóknarniðurstöðum sínum og rökstyðja skoðanir sínar ...sem er metið með... lokaverkefni.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggir á því að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann stendur í náminu. Námsmat byggir á lokaverkefni sem nemandi vinnurá önninni undir verkstjórn kennara.