Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430320788.13

    Bókmenntir, ritun og málnotkun
    ÍSLE2MB05(11)
    63
    íslenska
    bókmenntir og ritun, málnotkun
    í vinnslu
    2
    5
    11
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur efli færni sína á öllum sviðum lestrar og skoði ólíka texta út frá bókmenntalegu og málfarslegu sjónarmiði. Stefnt er að því að nemendur þjálfist í fjölbreyttri ritun og tjáningu og læri að beita fræðilegum hugtökum við umfjöllun, rökræður og samanburð ólíkra texta. Jafnframt er stefnt að því að nemendur verði færir um að nýta sér þekkingu sína og þjálfun við eigin textagerð. Í námi sínu í áfanganum fá nemendur tækifæri til að nota tölvu, handbækur og sem fjölbreyttust hjálpargögn. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í kennslustundum.
    Grunnskólapróf
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • forsendum góðrar framsagnar og eðlilegrar framkomu við flutning texta
    • mismunandi málsniðum og sérkennum talmáls og ritmáls
    • helstu atriðum varðandi ritgerðarsmíðar
    • helstu hugtökum í bókmenntafræði
    • helstu hugtökum í bragfræði
    • íslenskri stafsetningu og greinarmerkjasetningu
    • helstu hugtökum í setningafræði.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og tjá sig um fjölbreytta texta frá ólíkum tímum
    • skrifa texta á vönduðu máli þar sem samhengis í efni er gætt
    • ganga frá ritgerð á viðeigandi hátt í tölvu
    • nota handbækur og hjálparforrit varðandi stafsetningu, meðferð heimilda og framsetningu texta
    • beita hugtökum í bókmenntafræði í umfjöllun um bókmenntir
    • beita hugtökum í bragfræði í umfjöllun um bundið mál
    • beita réttri stafsetningu og greinarmerkjasetningu
    • beita hugtökum í setningafræði í umfjöllun um málfar.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flytja stutta framsögu á skýran og áheyrilegan hátt ...sem er metið með... örfyrirlestri
    • skrifa bókmenntaritgerð á vönduðu máli þar sem samhengis í efni er gætt og farið er að reglum um meðferð heimilda ...sem er metið með... ritgerð
    • túlka valin ljóð og átta sig á byggingu þeirra ...sem er metið með... verkefnum og/eða prófi
    • gera sér grein fyrir grunnatriðum í setningafræði íslenskrar tungu ...sem er metið með... verkefnum og/eða prófi
    • fylgja reglum um stafsetningu og greinarmerkjasetningu við að koma frá sér rituðu máli ...sem er metið með... verkefnum, ritgerð, prófi
    • axla ábyrgð á eigin námi ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • taka virkan þátt í kennslustundum ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • beita lýðræðislegum vinnubrögðum í hópvinnu ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • tjá skoðun sína á námsefni, námsmati og fyrirkomulagi kennslu ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
    • tileinka sér jákvætt viðhorf til móðurmáls og eigin málnotkunar ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina.
    Gert er ráð fyrir leiðsagnarmati í áfanganum en það byggir á stöðugri endurgjöf kennarans um frammistöðu nemandans. Meðal námsmatsþátta verður: fyrirlestur, ritgerð, ýmiss konar verkefni (bæði munnleg og skrifleg, einstaklings- og hópverkefni), skriflegt próf í lok annar og mat á undirbúningi og þátttöku nemandans í kennslustundum á önninni.