Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430387402.13

    Grunnþjálfun íþrótta
    ÍÞRG2ÞS03
    16
    íþróttagrein
    liðleiki, snerpa, styrkur, þol
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    AV
    Í áfanganum verður farið yfir grunnþjálfun íþrótta. Með grunnþjálfun er átt við eiginleikana þol, styrk, liðleika, snerpu/hraða og samhæfingu. Notaðar verða mismunandi íþróttagreinar til þess að sýna hvernig þessir eiginleikar eru þjálfaðir og hvernig við þjálfum þá hjá börnum og unglingum. Nemandinn þjálfast í að leggja upp æfingar fyrir mismunandi aldurshópa. Stefnt er að því að nemandinn öðlist ákveðna grunnfærni og nái að auka líkamlega getu sína. Nemandinn tekur þátt í mælingum í byrjun og lok annar sem meta vissa þætti s.s. þol, styrk og liðleika.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum grunnþjálfunaræfingum fyrir mismunandi aldurshópa
    • því hvernig beita má leikjum í þjálfun
    • mismunandi þjálfunaraðferðum
    • sameiginlegum þáttum og áherslumun milli íþróttagreina
    • mismunandi aðferðum til að mæla ýmsa þjálfunarþætti t.d. þol og styrk
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • stunda líkams- og heilsurækt
    • gera styrkjandi og mótandi æfingar fyrir helstu vöðva og liðamót líkamans
    • beita eigin áætlun og fylgja henni
    • greina líkamsbeitingu og vinnutækni og veita ráðleggingar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • flétta hreyfingu inn í daglegt líf til að viðhalda og bæta almenna líkamshreysti
    • leysa verkefni sem snúa að skipulagningu eigin þjálfunar
    • nýta æfingar og leiki til að viðhalda og bæta samskipti
    • greina frá afstöðu sinni til heilbrigðs lífsstíls
    • glíma við fjölbreytt verkefni sem snúa að alhliða hreyfingu, líkams- og heilsurækt
    • leysa af hendi verkefni, æfingar og leiki sem viðhalda og bæta almenna líkamshreysti
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.