Í þessum áfanga er fjallað um tvær undirgreinar sálfræðinnar; félagssálfræði og persónuleikasálfræði. Í félagssálfræðihlutanum er sérstaklega farið yfir áhrif hópa á einstaklinga og ástæður þess að fólk breytir viðhorfum og atferli við mismunandi aðstæður. Kynntar eru rannsóknir á hlýðni, fylgispekt og hugrænu misræmi. Nemendur framkvæma ýmiss konar tilraunir sem tengjast grunnhugtökum félagssálfræðinnar. Í þeim hluta áfangans sem snýr að persónuleikasálfræði eru teknar fyrir ólíkar skilgreiningar á persónuleikahugtakinu. Mismunandi kenningar um mótun og eðli persónuleikans eru kynntar. Nemendur vinna með persónuleikapróf og verkefni þar sem þeir skoða sjálfa sig út frá kenningum um persónuleikann og sjálfsmyndina.
SÁLF2ÞS05(21)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
nýjustu hugmyndum innan félags- og persónuleikasálfræðinnar
hugtökum og kenningum innan félags- og persónuleikasálfræði
framlagi félags- og persónuleikasálfræði til samfélagsins.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
fjalla um áhrif hópa á einstaklinga
gagnrýna og meta helstu rannsóknir í félagssálfræði
leggja sjálfstætt mat á ólíkar kenningar um persónuleikann
gagnrýna og meta mismunandi persónuleikapróf
fjalla um og bera saman kenningar um persónuleikann og sjálfsmyndina
nýta sér fræðilegan texta um sálfræði á íslensku og ensku
miðla á skýran og hlutlægan hátt fræðilegu efni
nýta sér fræðilegar heimildir á sviðinu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
mynda sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun og taka þátt í umræðum um sálfræði ...sem er metið með... ýmiss konar verkefnum
tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti ...sem er metið með... ýmiss konar verkefnum
sýna frumkvæði í námi ...sem er metið með... ýmiss konar verkefnum yfir önnina
beita öguðum vinnubrögðum, axla ábyrgð á námi sínu og vinna í samvinnu við aðra ...sem er metið með... ýmiss konar verkefnum yfir önnina
vinna úr og leggja mat á rannsóknargögn ...sem er metið með... rannsóknarritgerð.
Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggist á því að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann er staddur í náminu. Meðal námsmatsþátta eru ýmiss konar verkefni (munnleg og skrifleg, einstaklings- og hópverkefni), umræður í kennslustundum og rannsóknarritgerð. Hluti námsmats er í formi jafningjamats og sjálfsmats.