Bygging og starfsemi frumunnar, frumusérhæfing og frumusamhæfing. Bygging og starfsemi allra helstu vefjagerða, líffæra og líffærakerfa dýra og plantna með áherslu á samanburðarlífeðlisfræði.
LÍFF2AL05(11)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
byggingu og starfsemi frumunnar
frumusérhæfingu og frumusamhæfingu
byggingu og starfsemi allra helstu vefjagerða, líffæra og líffærakerfa dýra og plantna
hvernig lífverur í mismunandi búsvæðum leysa sömu vandamál á mismunandi hátt.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Nota smásjár við vefjaskoðun
Teikna einfaldar skýringarmyndir af vefjum, líffærum og líffærakerfum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla sér viðbótarþekkingar í líffæra- og lífeðlisfræði ...sem er metið með... verkefnum og prófi
útskýra einfaldar skýringarmyndir af vefjum, líffærum og líffærakerfum ...sem er metið með... verkefnum og prófi
útskýra starfsemi mismunandi vefja, líffæra og líffærakerfa ...sem er metið með... verkefnum og prófi
gera sér grein fyrir hvernig kerfi lífverunnar miða að því að viðhalda innra jafnvægi þrátt fyrir breytingar á ytra umhverfi. ...sem er metið með... verkefnum og prófi
nýta þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, sem eru sambærileg en ekki þau sömu og hann hefur áður leyst, ...sem er metið með... verkefnum, þar sem reynir á innsæi
Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat er í höndum og á ábyrgð kennara.