Uppbygging, orkuflæði og efnahringrásir vistkerfa. Líffræðilegur fjölbreytileiki, breytingar á tegundafjölbreytni samfélaga. Stofnvistfræði, mælingaraðferðir, stofnrannsóknir. Verkefnavinna byggð á söfnun gagna úti í náttúrunni.
LÍFF2AL05(11)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunneiningum vistfræði, þ.e. stofn (population), samfélag (community) og vistkerfi (ecosystem) og þeim lögmálum sem þessar einingar lúta, svo sem stofnstærð, stofnvöxtur, samskipti stofna, framvinda, fjölbreytni, fæðuvefir, orkuflæði, efnahringrásir o.fl.
manninum sem vistfræðilegri tegund, sem lýtur vistfræðilegum lögmálum.
sérstökum umhverfisáhrifum mannsins sem dýrategundar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nýta aðferðir vistfræðinnar til að nálgast ofangreind þekkingarmarkmið, m.a. með einföldum rannsóknum á dýra- og plöntusamfélögum úti í náttúrunni..
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja fram og túlka vistfræðilegar upplýsingar, þ.m.t. gögn úr vistfræðilegum útirannsóknum. ...sem er metið með... verkefnum og skýrslum úr verklegum æfingum
miðla þessum upplýsingum munnlega eða í skýrslum á einfaldan hátt. ...sem er metið með... umræðutímum/málstofum og skýrslum
stunda frekara nám í vistfræði. ...sem er metið með... verkefnum og prófi
nýta þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, sem eru sambærileg en ekki þau sömu og hann hefur áður leyst, ...sem er metið með... verkefnum, þar sem reynir á innsæi
Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat er í höndum og á ábyrgð kennara.