Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430398696.55

    Þýska 2
    ÞÝSK1AF05
    60
    þýska
    evrópski tungumálaramminn, framhald, stig a1
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Kennsluefnið sem unnið er með er Lagune, 1. hefti, Schritte International 2 eða sambærilegt. Námsefnið tilheyrir færnistigi A1 skv. evrópska viðmiðunarrammanum. Efnið sem notað er í Lagune 1 eru þannig kaflar (Lerneinheiten) 16 - 30, sem samsvara Schritte International 2. Haldið er áfram þar sem frá var horfið í byrjunaráfanganum og áhersla lögð á rétta notkun hjálparsagna (Modalverben) og forsetninga. Farið er í notkun þolfalls og þágufalls. Hlustun og tal eru markvisst þjálfuð og færni í þeim dýpkuð.
    ÞÝSK1AG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
    • málfræðiatriðum eins og notkun hjálparsagna, notkun þolfalls og þágufalls í staðarákvörðunarliðum og þágufalls sem óbeins andlags. Einnig skulu nemendur hafa öðlast skilning á myndun og notkun núliðinnar tíðar og viðtengingarháttar.
    • þýskumælandi löndum og fengið innsýn í menningu, samskiptavenjur og siði þjóðanna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • fylgja einföldum fyrirmælum og skilja helstu kveðjur og kurteisisávörp
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist honum, umhverfi hans og áhugamálum og vinna úr þeim á mismunandi hátt eftir því hver tilgangur með lestrinum er hverju sinni
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi
    • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og atburðum daglegs lífs með því að beita orðaforða og framburði á sem réttastan hátt. Jafnframt að geta vísað til vegar og tjáð óskir sínar og afstöðu svo dæmi sé tekið.
    • skrifa texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi.
    • sækja um vinnu, skrifa póstkort, afla upplýsinga um leiguhúsnæði og kaupa húsgögn í gegnum smáauglýsingar, t.d.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um grundvallarþætti daglegs lífs skv. hæfniþrepi A1/2 í ETM, svo sem atriði sem snerta vinnu og ferðalög, frítíma, heimilishald o.fl., ...sem er metið með... munnlegum og skriflegum æfingum.
    • skilja nokkuð flókið talað mál um hversdagsleg málefni ...sem er metið með... hlustunaræfingum.
    • skilja texta um hversdagsleg málefni sem notast við þau málfræðiatriði sem lýst er hér að framan.
    • afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í náminu