Þetta er grunnáfangi í uppeldisfræði og er ætlaður til kynningar á fræðigreininni uppeldis- og menntunarfræði. Fjallað er um rætur fræðigreinarinnar, sögu og hagnýtingu. Hugtakið uppeldi tekið til umræðu og gildi uppeldis fyrir einstakling og samfélag. Nemendur kynnast hugmyndafræði og uppeldisaðferðum nokkurra þekktra uppeldisfræðinga sem hafa haft áhrif á uppeldis- og skólastarf á Vesturlöndum, eins og t.d. Dewey og Vygotsky.
Engar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróun fræðigreinarinnar uppeldis- og menntunarfræði
leiðum uppeldisfræðinnar til að útskýra þroskaferil barna
ólíkum uppeldisaðferðum
niðurstöðum rannsókna á mismunandi uppeldisaðferðum foreldra
hagnýtu gildi uppeldis- og menntunarfræðinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja umfjöllun um mismunandi uppeldishugmyndir
beita hugökum uppeldisfræðinnar á skýran og skilmerkilegan hátt
jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum
skoða sína eigin hugmyndir um uppeldi
setja fram spurningar og taka þátt í umræðu um uppeldismál
tjá kunnáttu sína á munnlegan og skriflegan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir ólíkum þörfum, hegðun, hugarástandi og tilfinningalífi barna við ýmsar uppeldisaðstæður ...sem er metið með... umræðum um tiltekin dæmi og verkefnum um þau
meta gildi jákvæðra og uppbyggilegra samskipta ...sem er metið með... verkefnum og hlutaprófum, auk umræðna
afla sér upplýsinga um uppeldis- og menntamál, greina aðalatriði þeirra og nýta sér til frekari vinnslu ...sem er metið með... stærri verkefnum sem unnin eru í hópum
vinna sjálfstætt og í lýðræðislegri samvinnu við aðra á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... einstaklings- og hópaverkefnum
Leiðsagnarmat þar sem vinna nemanda er metin jafnóðum allan námstimann. Til grundvallar matsins eru fjölbreytt verkefni úr ólíkum efnisþáttum.