Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430405393.57

    Vinnustaðanám, trefjaplast
    VINS1TP20
    8
    vinnustaðanám
    Vinnustaðanám, trefjaplast
    Samþykkt af skóla
    1
    20
    Áfanginn miðar að því að nemandinn öðlist þekkingu og færni í smíði og viðgerðum á hlutum úr trefjastyrktu plasti. Áhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér vönduð og öguð vinnubrögð sem taka mið af sjálfbærni og öryggis- og gæðakröfum í plastsmíði. Þá er lögð áhersla á að nemandinn kynnist sem flestum aðferðum við smíði úr trefjastyrktu plasti og viðgerðir á því. Þá er mikilvægt að öryggis- og heilsufars sjónarmið séu höfð að leiðarljósi í allri vinnu við trefjstyrkt plast.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vinnubrögðum í plastsmíði og geta unnið á ábyrgan hátt að öllum helstu verkþáttum smíða og viðgerða á styrktu plasti.
    • þeim umhverfisþáttum sem hafa áhrif á eiginleika plastefna.
    • þeim hættum sem fylgja notkun og förgun plastefna með tillliti til heilsufars og umhverfisverndar.
    • grundvallatriðum sjálfbærni og umhverfisverndar.
    • almennum ákvæðum um réttindi og skyldur starfsmanna.
    • lögum og reglum er gilda um smíði úr trefjastyrktu plasti og hefur þekkingu á skráningu og lagaskyldri upplýsingagjöf.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • smíða og gera við muni úr styrktu plasti.
    • greina helstu umhverfisþætti sem hafa áhrif á eiginleika plasts.
    • meta hættu sem fylgir notkun og förgun plastefna með tilliti til heilsufars og umhverfisverndar.
    • meðhöndla og farga plastefnum með tilliti til sjálfbærni og umhverfisverndar.
    • þekkja og fara eftir lögum og reglum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
    • fara eftir lögum og reglum um smíði úr trefjastyrktu plasti, skráningu og lagaskylda upplýsingagjöf.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna á ábyrgan hátt að öllum helstu verkþáttum smíða og viðgerða úr plasti að teknu tilliti til helstu umhverfisþátta sem hafa áhrif á eiginleika plasts.
    • meðhöndla og farga plastefnum með hliðsjón af kröfum og lagaákvæðum um öryggi, sjálfbærni, heilsuvernd, hollustuhætti og umhverfisvernd.
    • fara að lögum og reglum um smíði úr trefjastyrktu plasti, skráningu og lagaskylda upplýsingagjöf.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat og leiðsögn í samræmi við námsferilbók og reglur sem kveða á um námsmat í skólanámskrá FNV.