Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430834601.73

    Grunnáfangi í líffræði
    LÍFF1GL03(FB)
    11
    líffræði
    Grunnáfangi í Líffræði
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    FB
    Í þessum grunnáfanga í líffræði er fjallað um manninn sem lífveru, samskipti hans við aðrar lífverur, áhrif mannsins á umhverfið og sjálfbærni. Líffræði er tengd daglegu lífi og áhugasviði ungs fólks. Efnisflokkar: Líffræðin sem fræðigrein, vísindaleg aðferð. Helstu sameiginleg einkenni lífvera. Gerð, bygging og starfsemi mannslíkamans (frumur, líffæri, líffærakerfi). Kynning á erfðafræði og erfðatækni. Yfirlit um lífveruhópa með áherslu á hvernig maðurinn hefur gagn eða skaða af mismunandi hópum. Vistkerfi, fæðukeðjur, stofnar, samfélög. Áhrif mannsins á umhverfið fyrr og nú, umhverfismál og sjálfbær þróun. Verklegar æfingar og verkefni miða að því að virkja nemendur, dýpka þekkingu, auka reynslu og kveikja áhuga á viðfangsefnum líffræðinnar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallarhugtökum líffræðinnar
    • vísindalegri aðferð
    • starfsemi og heilbrigði mannslíkamans, erfðum, samspili í vistkerfum, helstu einkennum lífvera og lífveruhópa
    • hvaða gagn og skaða maðurinn hefur af hinum ýmsu lífverum
    • áhrifum mannsins á umhverfið og leiðum til sjálfbærni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • undirbúa smásjársýni og skoða sýni í smásjá
    • setja fram tilgátur og prófa þær með einföldum tilraunum
    • lesa líffræðilegan texta, túlka einfaldar myndir og leysa verkefni tengd námsefninu
    • setja manninn í samhengi við náttúru og umhverfi
    • útskýra tengsl námsefnins við heilbrigt líf og sjálfbæra þróun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita skipulegum aðferðum og skráningu við úrlausnir verkefna
    • leggja gróft mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu á gagnrýninn hátt
    • tengja þekkingu í líffræði við daglegt líf og afla sér frekari þekkingar á líffræðilegum viðfangsefnum
    • taka upplýstar ákvarðanir hvað varðar heilbrigt líf og umhverfisáhrif gjörða sinna
    Námsmat tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum áfangans og samanstendur af fjölbreyttum verkefnum, skýrslum, hlutaprófum og lokaprófi.