Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430858680.06

    Hönnun: Tískuteikning
    TTEI1HH04(FB)
    1
    Hönnun
    Tískuteikning, hlutföll, hugmyndavinna og ferilmappa, tækni
    Samþykkt af skóla
    1
    4
    FB
    Í áfanganum læra nemendur að teikna flatar teikningar, þ.e. tækniteikningar/vinnuteikningar sem sýna fatnað með öllum smáatriðum s.s saumum, hneppingum o.fl. Nemendur læra um grunnform líkamans, hlutföll, hreyfingu og mismunandi stöður. Kennd eru undirstöðuatriði í hugmyndavinnu fyrir fatahönnun og hvernig hugmyndir eru útfærðar með tískuteikningum og flötum teikningum. Hugmynda- og skissuvinna er unnin út frá þema og vinna nemendur í skissubækur yfir önnina. Farið er í teikningar fyrir áferð á efni, mikilvægi lita og frágang teikninga. Lögð er áhersla á að nota fjölbreytt áhöld og pappír. Kynnt notkun tölvu og forrita fyrir hönnun. Lagður er grunnur að ferilmöppu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig hægt er að skapa dýpt með ýmsum aðferðum
    • hlutföllum í mannslíkamanum
    • nokkrum algengum teiknimiðlum
    • nokkrum leiðum til að útfæra teikningu eftir fyrirmynd á skapandi hátt
    • ólíkum tilgangi með teikningu
    • hugmyndavinnu út frá þema
    • þemaspjöldum, handgerðum sem og í tölvum
    • aðferðum við teikningu á tískugínum
    • flötum teikningum
    • skissuvinnu sem hluta af ferli við hugmyndavinnu
    • mikilvægi ferilmöppu
    • íslenskum og erlendum fatahönnuðum
    • mikilvægi stöðugra æfinga til að ná framförum í teikningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • yfirfæra það sem hann sér með teikningu á tvívíðan flöt
    • teikna og skyggja grunnform
    • nota þekkingu sína á grunnformum í teikningu á ýmiss konar fyrirmyndum
    • beita algengum teiknimiðlum eins og blýanti, kolum, bleki ofl.
    • beita aðferðum til að ná fram áferðum og skyggingum í teikningum
    • nota ímyndunarafl til að útfæra og víkka út teikningu eftir fyrirmynd
    • setja fram eigin hugmyndir með teikningu
    • teikna flatar teikningar
    • vinna hugmyndavinnu og teikna skissur út frá þema
    • útbúa þema- og litaspjöld jafnt í höndum og í tölvu
    • setja fram hugmyndir og ganga frá verkefnum í ferilmöppu
    • skoða og læra af erlendum og íslenskum fatahönnuðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta teiknað fyrirmynd í réttum hlutföllum
    • þróa eigin stíl í teikningu
    • rannsaka aðferðir og hugmyndir á bak við ólíkar teikningar
    • þróa áfram aðferðir sínar til að setja fram eigin hugmyndir með teikningu
    • nota teikningar eftir listamenn, vísindamenn og hönnuði sem innblástur fyrir eigin vinnu
    • velja mismunandi teikniáhöld og aðferðir í tengslum við eigin ætlan
    Verkefnaskil yfir önnina. Nemendur skila svo vandaðri vinnumöppu (ferilmöppu) sem inniheldur verkefni annarinnar ásamt skissubók sem unnin hefur verið jafnt og þétt yfir önnina. Nemendur þurfa að geta gert grein fyrir vinnu sinni munnlega í yfirferð með samnemendum og kennara. Vinnusemi, ástundun, skilvirkni og vandvirkni er einnig hluti af námsmati.