Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430906468.67

    Gaslögmálið og efnahvörf
    EFNA3GA05(FB)
    38
    efnafræði
    Gaslögmál, flokkar efnahvarfa, hlutföll í efnahvörfum, hraði efnahvarfa., hvarfavarmi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Samband hita, þrýstings, rúmmáls og efnismagns fyrir gastegundir, eðlismassi gass, mólrúmmál, mettunarþrýstingur, helstu gerðir efnahvarfa, fellingar, sýru-basahvörf, oxunar-afoxunarhvörf, hlutföll í efnahvörfum, títranir, hvarfavarmi, innvermin og útvermin hvörf, lögmál Hess, hraði efnahvarfa, hraðalögmál, virkjunarorka, hvatar, árekstrakenningin. Leitast er við að tengja einstök viðfangsefni við heilbrigði og velferð.
    EFNA2AL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einkennum gass í samanburði við föst efni og vökva
    • gaslögmálunum
    • eðlismassa gass við mismunandi aðstæður
    • helstu flokkum efnahvarfa
    • hlutföllum í efnahvörfum
    • orkubreytingum í efnahvörfum
    • hraða efnahvarfa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota gaslögmálin til að leysa verkefni er varða tengsl þrýstings, rúmmáls, efnismagns, hita og eðlismassa
    • skrifa stilltar brúttó- og nettójöfnur fyrir fellingarhvörf
    • greina á milli sýru og basa og skrifa stilltar efnajöfnur fyrir hvörf þessara efna
    • reikna pH út frá styrk H3O+ og OH- og öfugt
    • skrifa stilltar efnajöfnur fyrir oxunar-afoxunarhvörf, átta sig á hvaða efni oxast og hvaða efni afoxast, hvaða efni er oxari og hvaða efni er afoxari
    • leysa verkefni er varða hlutföll í efnahvörfum, þ.á m. að vinna úr niðurstöðum títrana
    • átta sig á orkubreytingum í innvermum og útvermum efnahvörfum, nota lögmál Hess, reikna dH út frá myndunarvarma efna
    • vinna með og útskýra grunnþætti varðandi hraða efnahvarfa
    • framkvæma tilraunir í tilraunastofu skv. leiðbeiningum, framkvæma mælingar, greina og setja fram niðurstöður og útreikninga á skýran hátt í tilraunaskýrslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina efnafræðileg úrlausnarefni og vinna úr þeim
    • gera tilraunir í tilraunastofu með vönduðum vinnubrögðum
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð
    • bæta við sig námi á 3. þrepi í efnafræði
    Verkefni, tilraunaskýrslur og próf sem taka mið af ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum.