Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430906974.03

    Rafefnafræði, sýrur og basar
    EFNA3SB05(FB)
    37
    efnafræði
    Efnajafnvægi, fellingar, rafefnafræði., sýrur og basar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Jafnvægislögmálið, regla Le Chateliers, leysni salta, leysnimargfeldi, jónamargfeldi, sýrur og basar, rammar og daufar sýrur, sýrufasti, basafasti, sýru-basahvörf, pH, títrun, búfferlausnir, oxunar-afoxunarhvörf, hálfhvörf, rafeindaflutningur og oxunartölur, rafefnafræði, Galvaníhlöður, rafgreiningarhlöður, staðalspenna, íspenna, Nernst jafnan, tæring málma, tæringarvarnir. Leitast er við að tengja einstök viðfangsefni við heilbrigði og velferð.
    EFNA3GA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • efnajafnvægi, jafnvægislögmálinu og reglu Le Chateliers
    • leysni salta og leysnijafnvægi
    • sýru-basa hvörfum, útreikningum á pH og öðru sem því tengist
    • búfferlausnum, mikilvægi þeirra og virkni
    • oxunar-afoxunarhvörfum, Galvaníhlöðum og rafgreiningarhlöðum
    • notkun Nernst-jöfnu
    • tæringu málma og tæringarvörnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita jafnvægislögmálinu við útreikninga í tengslum við jafnvægi
    • nota reglu Le Chateliers varðandi röskun jafnvægis
    • reikna leysni salta út frá leysnimargfeldi og öfugt
    • reikna jónamargfeldi og beita því til að spá fyrir um stefnu hvarfs
    • reikna mólstyrki H+ og OH- ásamt pH í sýrum, bösum og blöndum þessara efna
    • reikna pH búfferlausna, skilja virkni þeirra og mikilvægi
    • framkvæma tilraunir í tilraunastofu, greina niðurstöður og setja skýrt fram ásamt útreikningum í tilraunaskýrslu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina efnafræðileg úrlausnarefni og vinna úr þeim
    • gera tilraunir í tilraunastofu og beita við það vísindalegum aðferðum
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð
    • bæta við sig þekkingu í efnafræði á háskólastigi
    Verkefni, tilraunaskýrslur og próf, sem taka mið af ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum