Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430918521.09

    Eðlisfræði og umhverfið
    EÐLI2EU03(FB)
    40
    eðlisfræði
    Eðlisfræði og umhverfið
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    FB
    Í þessum áfanga er lögð áhersla að kenna mikilvæg grunnatriði þessarar námsgreinar og tengja við daglegt líf og umhverfi okkar, bæði með jöfnum og útreikningum sem og skilningi hugtaka og lögmála. Sérstök áhersla er á orku og orkumál: stöðu- og hreyfiorku, varmaorku, bræðslu og uppgufun, ástandsbreytingar, kjarnorku, innri orku jarðar og orku sólar. Þessi atriði eru tengd saman og sýnt fram á mikilvægi þeirra fyrir daglegt líf okkar. Helstu atriðin eru: virkjanamál, vatnsaflsvirkjanir og jarðvarmavirkjanir og samanburður við kjarnorku. Ágrip af virkjanasögu okkar. Sjálfbærni í orku- og umhverfismálum. Orkubúskapur jarðar, varmaútgeislun jarðar og gróðurhúsaáhrif, rafsegulbylgjur, geislun sólar og orkuuppspretta hennar. Ósonlagið og myndun/eyðing þess, hlýnun jarðar og mögulegar afleiðingar.
    5 fein í stærðfræði á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum, einingakerfinu og táknum greinar.
    • viðfangsefnum greinarinnar og mikilvægi þeirra fyrir líf í nútímasamfélagi
    • hraða og hröðun og geti tengt t.d. við sólkerfið
    • þyngdarkraftinum og hvernig hann verkar á okkur
    • þyngdarkraftinum og verkan hans í sólkerfinu
    • mikilvægi stöðuorkunnar og tengsl við þyngdarkraftinn
    • hvernig raforkuframleiðsla fer fram í virkjun
    • hvernig orka sólar myndast og berst til jarðar
    • hvaða orkuform eru nýtanleg hér á landi, mikilvægi þeirra og hvaða áhrif nýting hefur á umhverfið
    • vistvænni orku og framtíðarmöguleikum okkar í orkumálum
    • helstu atriðum um kjarnorku og hættur samfara nýtingu hennar
    • helstu tegundum geislunar og hættum fyrir manninn
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með jöfnur og lögmál áfangans
    • vinna með einingar og grunnhugtök
    • vinna við framkvæmd og úrvinnslu einfaldra tilrauna
    • meta hvort niðurstaða verkefnis sé raunhæf eða ekki
    • skilja mismunandi orkumyndir, hvernig þær verða til og hugsanlega tengjast
    • tengja námsefni áfangans við umhverfi sitt
    • lesa í og ræða einföld sambönd og tengja milli efnisþátta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tengja við það sem áður var lært í reikningi
    • álykta um hvaða lögmál eru að verki við ákveðnar aðstæður
    • setja upp verkefni og bæði greina það og leysa
    • geta séð mikilvægi námsefnis áfangans fyrir umhverfi sitt og jörðina
    • sjá hvernig framþróun vísinda fer fram út frá ákveðnum dæmum
    • tengja námsefni áfangans við umhverfi sitt og daglegt líf
    • miðla niðurstöðu úr verkefni í hópvinnu t.d. með greinargerð eða munnlegri framsögn
    • geta lesið blaðagreinar um málefni sem varða framtíð okkar og nýta sér við það þekkingu sína úr áfanganum
    • taka þátt í umræðum um orku- og umhverfismál
    Fjölbreytt verkefnavinna í tímum og einkunn gefin fyrir verkefnahefti. Tilraunir og verkefni úr þeim, annarpróf og/eða lokapróf. Einnig er ástundun og virkni nemenda í tímum metin til einkunnar. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og virkni í tímum.