Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430920588.6

    Sólkerfið og stjörnur
    EÐLI3ST05(FB)
    40
    eðlisfræði
    Sólkerfið, stjörnur, sólin
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Myndun sólkerfisins, bergreikistjörnur og innri gerð þeirra, gasrisarnir, sólin okkar og orka hennar, innri gerð sólar. Þyngdarlögmál Newtons og beiting þess. Tunglið okkar og önnur tungl sólkerfisins, könnunarleiðangrar og saga geimferða. Halastjörnur og loftsteinar og útstirni. Önnur sólkerfi og leitin að lífvænlegum reikistjörnum. Sólir og æviskeið þeirra, geislunarafl, sýndar- og raunbirtustig, rauðir risar, hvítir dvergar, tifstjörnur, nifteindastjörnur og svarthol. Vetrarbrautir, útþensla alheims, stjörnuhiminninn.
    EÐLI3VK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig og af hverju sólkerfið myndaðist
    • mismunandi gerðum bergreikistjarna og gasrisanna
    • myndun og þróun lofthjúps Mars og Venusar
    • hvernig Júpiter hefur áhrif á aðra hluta sólkerfisins
    • hverju helstu könnunarferðir hafa skilað
    • sögu tunglferða og kannana á Mars
    • hvað einkennir misstórar og misheitar stjörnur
    • helstu rannsóknaraðferðum stjörnufræðinga
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa sér til um tiltekin viðfangsefni og nýta til skilnings og þekkingar sem og við verkefnavinnu
    • nýta sér línurit, gröf, þversnið og myndir til skilnings
    • skilja orkuframleiðslu í stjörnum og tengslin við geislun
    • skilja hvaða ferli eru ráðandi við mismunandi æviskeið stjarna
    • skilja Hertzsprung-Russel línuritið
    • skilja hvað ákvarðar hvernig endalok sólstjarna verða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita jöfnum áfangans við lausn verkefna
    • skilja hvernig þyngdarlögmálið stjórnar hreyfingu reikistjarna, halastjarna, tungla og vetrarbrauta
    • skilja geislunarlögmál og hvernig litróf stjarna nýtist okkur, gleypniróf
    • geta útskýrt mikilvæg atriði um himingeiminn fyrir öðrum
    • sökkva sér í tiltekið viðfangsefni og öðlast greinargóða þekkingu á því
    • skilja stöðu okkar í sólkerfinu og innan vetrarbrautar
    • skilja flókin fyrirbæri út frá áður fenginni þekkingu t.d. um atómið
    • skilja mikilvægi þess að afla þekkingar á alheiminum fyrir okkur sem vitsmunaverur
    Ekkert lokapróf. Námsmat tekur mið af þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum með fjölbreyttum og viðamiklum verkefnum. Ritgerð og hugsanlega fyrirlestur um valið efni.