Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430921846.19

    Stjórnmálafræði
    FÉLA3ST05(FB)
    40
    félagsfræði
    stjórnmálafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum og hugmyndafræði greinarinnar. Helstu stjórnmálastefnur verða kynntar og greindar út frá „vinstri-hægri“ kvarðanum og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Stiklað er á stóru í íslenskri stjórnmálasögu og einkennum hvers tímabils. Þá læra nemendur hvernig túlka má stjórnmálakerfi og stjórnmálaþátttöku út frá mismunandi kenningum með megináherslu á Ísland. Nemendum verða kynnt helstu hugtök alþjóðastjórnmála, þar á meðal hugtökin um smáríki og stór ríki. Kynnt verða helstu pólitísku alþjóðasamtök, m.a. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið og fjallað verður um alþjóðavæðingu, einkenni hennar og möguleg áhrif á stjórnmál framtíðarinnar. Nemendur læra að leggja gagnrýnið mat á átök í stjórnmálum og að rökstyðja slíkt mat.
    FÉLA2KR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
    • því hvernig stjórnkerfum og stjórnmálastefnum er ætlað að leysa samfélagsleg viðfangsefni
    • helstu hugtökum stjórnmálafræðinnar: Þjóðernisstefnu, stjórnkerfi, valdi, fullveldi, mannréttindum og lýðræði
    • íslenska stjórnkerfinu og þróun íslenskra stjórnmála
    • helstu stjórnmálastefnum (róttækni, frjálslyndi, íhaldsstefnu, afturhaldsstefnu, stjórnleysisstefnu og femínisma)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hugtökum stjórnmálafræðinnar á raunveruleg dæmi hérlendis og erlendis
    • túlka íslenska stjórnkerfið og stjórnmálaþátttöku út frá ólíkum kenningum
    • greina vinstri-hægri kvarðann og geti staðsett málefnalega afstöðu út frá þeim kvarða
    • greina hlutverk fjölmiðla varðandi lýðræðisþróun og hvernig áhrifavaldar í stjórnmálum nýta sér fjölmiðla
    • meta þróun íslenskra stjórnmála út frá þeim hugtökum er þeir læra og geti tengt sögu íslenskra stjórnmálaflokka við helstu hugmyndakerfin
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • leggja gagnrýnið mat á átakaefni í stjórnmálum og að þeir geti rökstutt slíkt mat með fræðilegum vinnubrögðum
    • geta skilgreint áhrif stjórnmála á líf hans og aðstæður
    • geta tekið þátt í rökræðum um álitamál á vettvangi stjórnmálanna
    • verða hæfari þátttakandi í lýðræðisþjóðfélagi með virka borgaravitund
    • þekkja réttindi sín og skyldur sem þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi
    • geta beitt öguðum vinnubrögðum, tekið ábyrgð á námi og unnið í samvinnu við aðra
    • vera færir um að afla sér upplýsinga um stjórnmál og geti greint helstu einkenni þeirra
    Áfanginn er símatsáfangi. Þekkingin er metin með fjölbreyttri verkefnavinnu sem að mestu leyti er unnin í tímunum. Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við heimildaöflun, skilningi á viðfangsefninu og því hvernig nemandi tileinar sér aðferðir við að greina mismunandi stjórnmálakerfi sem og að beita hugtökum stjórnmálafræðinnar á raunveruleg dæmi. Hæfnin er metin úr frá þátttöku, skoðanaskiptum og rökræðu við jafninga og kennara, ásamt færni í því að leggja mat á áhrif stjórnmála í samfélaginu.