Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430926139.94

    Myndveruleikinn; kyrrmynd, kvikmynd, sýndarveruleikinn
    FJÖL3MV05(FB)
    7
    fjölmiðlafræði
    Myndveruleikinn
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Viðfangsefni áfangans er myndveruleikinn og sú myndræna bylting sem átt hefur sér stað í ólíkum fjölmiðlum. Raunveruleikinn í dag er mjög myndrænn, hvort sem átt er við dagblöð, tímarit, sjónvarp, tölvuleiki, kvikmyndir eða Netið almennt. Nemendur kynnast sögu myndvæðingar, kynnast eðli ólíkra myndmiðla; allt frá málverkum til ljósmynda (tísku-, frétta- og auglýsingaljósmyndir) og hreyfimyndum (kvikmyndir, sjónvarp, auglýsingar, Netið). Nemendur vinna með ólíka þætti myndmálsins og leggja mat á áhrifamátt þess í samhengi við ólíka samfélagsgerð bæði í tíma og rúmi. Þá verður rýnt í hlutverk myndarinnar í áróðurslegum tilgangi, m.a. í stríðsrekstri og í því að viðhalda ákveðnum samfélagslegum gildum, m.a. gagnvart stöðu kynjanna.
    FJÖL2FH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögulegri þróun myndvæðingar frá hellalist til nútímans
    • upphafs ljósmyndunar og sögu kvikmyndalistarinnar
    • helstu áhrifaþáttum myndmálsins og því hvernig grafískir miðlar geta haft áhrif á skoðanir og sjálfsímynd fólks
    • einum þætti myndmálsins sérstaklega
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með helstu grunnhugtök myndgreiningar
    • þekkja helstu myndmiðla
    • afla upplýsinga um a.m.k. eitt svið myndmiðla og greina það vandlega
    • innihaldsgreina kvikmyndir frá ólíkum tímum með tilliti til staðalmynda og félagslegra þátta
    • þekkja hugmyndir um sýndarveruleika og færni í að tengja þær við myndveruleika fjölmiðla
    • greina ýmis samskiptamynstur er verða til í netheimum
    • geta sett fram helstu niðurstöður á skiljanlegan og markvissan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr einstökum dæmum og leggja sjálfstætt mat á þau
    • sýna sjálfstæði, t.d. hafa frumkvæði að því að vinna verkefni og vinna að þeim á ábyrgan hátt
    • álykta um gæði og galla þeirra heimilda sem unnið er með
    • leggja siðferðilegt mat á þau áhrif sem myndvæðingin felur í sér
    • geta tekið þátt í umræðum og skoðanaskiptum með jafningjum um samfélagsleg áhrif myndrænnar miðlunar
    • Þekkingin er metin með fjölbreyttri verkefnavinnu sem að mestu leyti er unnin í kennslustunum. • Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við heimildaöflun, skilningi á viðfangsefninu og því hvernig nemandi tileinkar sér aðferðir við framsetningu fjölmiðlaefnis. • Hæfnin er metin úr frá þátttöku, skoðanaskiptum og rökræðu við jafningja og kennara ásamt færni í því að leggja mat á stöðu og efni fjölmiðla.