Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430926759.44

    Prent-, ljósvaka- og netmiðlar
    FJÖL3PN05(FB)
    6
    fjölmiðlafræði
    Prent-, ljósvaka- og netmiðlar
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Gerð er krafa um staðgóða undirstöðukunnáttu. Nemendur dýpka þekkingu sína í fræðilegri umfjöllun um hlutverk og gildi fjölmiðla í þjóðfélaginu með lestri, viðtölum og vettvangsferðum. Verkefnavinna, ýmist einstaklings eða hópvinna, er veigamesti þátturinn í áfanganum. Æskilegt er að nemendur sérhæfi sig út frá eigin áhugasviði í þessum verkefnum og velji eitt eftirtalinna: dagblöð/tímarit, ljósvakamiðla, kvikmyndir, myndmiðla eða Netið. Áfanginn og sú færni sem nemendur tileinka sér getur nýst sem góður grunnur fyrir lokaverkefni félagsfræðabrautar.
    FJÖL2FH05/FJÖL3MV05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fræðilegri undirstöðu fjölmiðlafræðinnar og ólíkum leiðum fjölmiðlunar
    • helstu kenningum um áhrif fjölmiðla
    • helstu þróunarþáttum í sögu fjölmiðla og fjölmiðlunar
    • félagslegum og stjórnmálalegum áhrifum fjölmiðla og hvernig þau hafa breyst í gegnum tíðina
    • hvernig fjölmiðlar endurspegla stöðu mannréttinda og jafnréttis í tíma og rúmi
    • fjölbreyttum aðferðum við að miðla fjölmiðlaefni
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér margvíslega tækni og aðferðir í heimilda– og þekkingarleit, svo sem með viðtölum, vettvangsferðum, notkun Netsins og ýmissa gagnagrunna
    • greina stöðu fjölmiðla í samhengi við ólíkar samfélagsgerðir
    • vera gagnrýninn og meðvitaður um áhrif fyrirmynda og staðalmynda í fjölmiðlum á ímynd og lífsstíl
    • sýna frumkvæði og skapandi hugsun
    • nota ólík form fjölmiðlunar til þess koma eigin efni á framfæri
    • geta sett fram helstu niðurstöður og miðla upplýsingum á skapandi hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá skoðanir sínar og útskýra verklag sitt á ábyrgan, gagnrýninn og skýran hátt
    • setja fram eigin skoðun, rökræða og taka gagnrýna afstöðu til siðferðislegra álitamála
    • sýna fram á sjálfstæði í vinnubrögðum við undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu verkefna
    • vinna úr einstökum dæmum og leggja sjálfstætt mat á þau
    • álykta um gæði og galla þeirra heimilda sem unnið er með
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
    Áfanginn er símatsáfangi. Þekkingin er metin með margvíslegri verkefnavinnu nemenda yfir önnina. Leiknin er metin út frá vinnubrögðum við heimildaöflun, skilningi á viðfangsefninu og því hvernig nemandi tileinkar sér aðferðir við framsetningu fjölmiðlaefnis. Hæfnin er metin úr frá þátttöku, skoðanaskiptum og rökræðu við jafningja og kennara ásamt færni í því að leggja mat á stöðu og efni fjölmiðla.