Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430930938.85

    Baksviðs
    LEIK2BS05
    14
    leiklist
    baksviðs
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áhersla áfangans er á að kynna nemendur fyrir leiklistinni út frá ólíkum sjónarhornum. Nemendur kynnast ólíkum fagstéttum sem starfa innan leikhússins og því víðtæka starfi sem þar fer fram. Áfanganum er skipt upp í tveggja til þriggja vikna námskeið sem leikhúslistamenn kenna og fá þannig nemendur innsýn inn í vinnu mismunandi fagstéttir sem starfa í leiklist. Þetta eru leikskáld, leikstjóri, búninga- og sviðsmyndahönnuður. Nemendur kynnast hvernig hver listamaður vinnur að leiksýningu. Nemendur skrifa sitt eigið leikverk í upphafi sem þeir munu vinna í gegnum alla önnina með mismunandi sviðslistafólki. Þeir mismunandi listamenn sem kenna áfangann nota þetta leikverk til að veita nemendum innsýn inn í vinnu sína og kenna þeim að hugsa út frá mismunandi forsendum.
    LEIK2RT05 og LEIK2SL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því víðtæka starfi sem fer fram í leikhúsinu til að setja upp leiksýningu
    • hvernig hægt er að hugsa leikverk út frá mismunandi sjónarhornum þeirra listamanna sem koma að uppsetningunni
    • hvernig hugmyndavinna að leikhandriti fer fram
    • hvernig skrifa á einfalt handrit og þróa það áfram í hugmyndavinnu með öðrum
    • hvernig hægt er að leikstýra handriti
    • hvernig hugmyndavinna að búningum fer fram og hvaða hlutverki búningar gegna í leikverkum
    • hvernig hugmyndavinna að sviðsmynd fer fram og hvaða hlutverki sviðsmynd gegnir í leikverkum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrifa leiktexta
    • vinna hugmyndavinnu út frá þeim ólíku listformum sem fyrirfinnast í leikhúsi
    • skapa hugsun í eigin hugmyndavinnu sem og í hóp varðandi uppsetningu á leikverki
    • beita tungumáli leikhússins og þjálfist í leikhúsumræðu
    • skrifa rökstuddar greinargerðir um listrænar ákvarðanir sínar
    • miðla hugmyndum sínum um leikhús á skipulagðan og skapandi hátt hvort sem er í ræðu eða riti
    • greina leiktexta sína og samnemenda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í samræðum á faglegum grundvelli um þau ólíku listform sem búa til leikhús ...sem er metið með... umræðu, símati og dagbók
    • geta tekið virkan þátt í hugmyndavinnu að leikverki og ólíkum þáttum þess, hvort sem er sjálfstætt eða í hóp ...sem er metið með... lokaverkefni og umræðum
    • gera sér grein fyrir þeim möguleikum sem leikhúsformið býður upp á ...sem er metið með... lokaverkefni og umræðum
    • sameina ólík listform í eigin sviðslista hugmynd sem metið er með dagbók, umræðum og lokaverkefni
    Hver gestakennari metur hvern nemanda út frá virkni í tíma, með umræðum eða skapandi vinnu. Gestakennarar meta einnig vinnuframlag og samviskusemi nemanda. Lokaverkefni er leikverk nemanda og hugmyndabók. Í hugmyndabókinni er gert grein fyrir öllum listrænum ákvörðunum varðandi uppbyggingu á leikverki, leikstjórn, búninga- og sviðsmyndahönnun. Lokaverkefnið er metið út frá því hversu skipulögð rökin eru og hvort listrænar ákvarðanir eru vel rökstuddar með orðfæri leikhússins.