Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1430931017.5

    Leikstjórinn
    LEIK2LS05
    15
    leiklist
    leikstjórinn
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Nemendur kynnast hugmyndum Brechts og Stanislavskis um leiklist bæði í gegnum sögu og textavinnu. Nemendur bera saman tíðarandann, menninguna, viðhorf, gildi og viðmið þessara mismunandi höfunda og læra grunnhugtök frá hverju tímabili fyrir sig. Nemendur læra um hugmyndir þessara frægu kennismiða vestrænnar leiklistar og hvernig þessir leikhúslistamenn notuðu hugmyndir sínar í framkvæmd. Unnið er með hlutverk leikstjórans í áfanganum og nemendur skiptast á að leikstýra hver öðrum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugmyndum Brechts og Stanislavskis um leikhús
    • hvað Kerfi Stanislavskis er og hvernig hægt er að nýta það við senuvinnu
    • hvar áhrifa Brechts og Stanislavskis gætir í leikhúsi í dag
    • tíðaranda, menningu, viðhorfum og gildum í leikhúsi Brechts og Stanislavskis
    • hvað „Framandgerving“ er
    • hvað „Kerfið“ er
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna stutta leiksenu bæði sem leikstjóri og leikari út frá kenningum og aðferðum bæði Brechts og Stanislavskis
    • miðla hugmyndum Brechts og Stanislavskis um leikhús
    • greina senur og atriði úr leikriti út frá ,,Kerfi
    • greina hvar Framandgervingu er að finna í leikhúsi í dag og hvernig hún hefur þróast
    • nota tungumál ,,Kerfisins
    • bera saman kenningar Brechts og Stanislavskis við nútímaleikhús
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rökstyðja hugmyndir sínar um leikhús nútímans ...sem er metið með... dagbók, umræðum og skriflegum verkefnum
    • bera saman og greina leikhús í dag við leikhús Brechts og Stanislavskis ...sem er metið með... dagbók, umræðu og skriflegum verkefnum
    • útskýra hugmyndir Brechts um leikhús ...sem er metið með... dagbók og munnlegu prófi
    • útskýra hugmyndir Stanislavskis um leikhús ...sem er metið með... dagbók og munnlegu prófi
    • miðla í ræðu og riti hversu mikil áhrif tíðarandinn getur haft á skapandi listamenn ...sem er metið með... munnlegu prófi, umræðum og skriflegum verkefnum
    • nota orðfæri ,,Kerfisins
    • bæta öryggi sitt sem leikari í leiksenum ...sem er metið með... gólfvinnu og lokvaerkefni
    • setja eigin hugmyndir og vinnu í samhengi við kenningar Brechts og Stanislavskis ...sem er metið með... skriflegum verkefnum, gólfvinnu og stöðumati
    Nemendur fara í munnlegt próf um Brecht og Stanislavski. Aðaláhersla áfangans er á greiningu og túlkun á atriðum sem nemendur vinna saman. Sérstök áhersla er lögð á að nemendur noti orðfæri Stanislavskis í senuvinnunni, umræðum og verkefnum. Nemendur skrifa dagbók og þurfa að skila greinargerð um hana.