Áfanginn miðar að því að nemandinn öðlist þekkingu og færni í smíði og viðgerðum á hlutum úr trefjastyrktu plasti. Áhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér vönduð og öguð vinnubrögð sem taka mið af sjálfbærni og öryggis- og gæðakröfum í plastsmíði. Þá er lögð áhersla á að nemandinn kynnist sem flestum aðferðum við smíði úr trefjastyrktu plasti og viðgerðir á því. Þá er mikilvægt að öryggis- og heilsufars sjónarmið séu höfð að leiðarljósi í allri vinnu við trefjstyrkt plast. Lögð er aukin áhersla á sjálfstæði vinnubrögð og þjálfun í lestri vinnuteikninga og flæðirita.
VINS1TP20
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
lestri einfaldra tæknilegra og þrívíðra vinnuteikninga, bæði fríhendisteikninga og tölvuteikninga samkvæmt reglum, stöðlum og venjum.
teikningu einfaldra og þrívíðar tæknilegra teikninga, samkvæmt reglum, stöðlum og venjum, bæði fríhendis og í tölvu.
forgangsröðun verkefna og undirbúningi vinnusvæðis.
á grunnatriðum í uppbyggingu plasts, mati á gæðum hráefna og fullunninnar vöru.
á því hvernig mismunandi verklag og veðrun hefur áhrif á gæði trefjastyrkts plasts.
því hvernig unnið er eftir flæðiriti og hvernig ástands- og gæðamat er framkvæmt.
gæðakröfum og gæðakerfum og er fær um að meta eigin vinnu og annara, tjá sig um fagleg málefni og leiðbeina öðrum.
meðferð hættulegra efn skv. reglum þar að lútandi, vali efna og stjórn framkvæmda með hliðsjón af sjálfbærni og vistvænum viðmiðum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa, skilja og teikna einfaldar tæknilegar vinnuteikningar og þrívíðar fríhendisteikningar og tölvuteikningar, samkvæmt reglum, stöðlum og venjum.
teikna samkvæmt reglum, stöðlum og venjum, einfaldar tæknilegar og þrívíðar vinnuteikningar bæði fríhendis og í tölvu.
forgangsraða verkefnum, undirbúa vinnusvæði og panta nauðsynlegar vörur.
greina frá grunnatriðum í uppbyggingu plasts.
meta gæði hráefna og fullunninnar vöru og hvernig mismunandi verklag og veðrun hefur áhrif á gæði trefjastyrkts plasts.
meta gæði og vinna eftir gæðakerfi.
meta eigin vinnu og annarra.
framfylgja viðmiðum um sjálfbærni og umhverfisvernd.
framfylgja reglum um meðferð og notkun hættulegra efna og fylgja vistvænum viðmiðum við efnisval og framkvæmdir.
tjá sig um fagleg málefni og leiðbeina öðrum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna með og teikna einfaldar tæknilegar vinnuteikningar og þrívíðar teikningar sem teiknaðar eru fríhendis og í tölvu.
forgangsraða verkefnum, undirbúa vinnusvæði og panta nauðsynlegar vörur.
framfylgja viðmiðum um sjálfbærni og umhverfisvernd.
fara að lögum og reglum sem gilda um smíði og viðgerðir á trefjastyrktu plasti þ.ám. um meðferð hættulegra efna og förgun þeirra.
velja viðeigandi verklag, hráefni og aðferðir við framleiðslu á og smíði úr trefjaplasti til að tryggja gæði framleiðslunnar og þá eiginleika sem sóst er eftir.
nýta þekkingu sína á plastefnum til að velja hentugustu framleiðsluaðferðina hverju sinni með tilliti til eiginleika, gæða og öryggissjónarmiða.
fylgja gæðakröfum gæðakerfis, meta eigin vinnu og tjá sig um fagleg málefni.
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat og leiðsögn í samræmi við námsferilbók og reglur sem kveða á um námsmat í skólanámskrá FNV.