Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431012779.33

    Fata-og textílhönnun: Lokaverkefni
    LOKF3FH10
    1
    Fata- og texílhönnun
    Lokaverkefni, greinargerð, hugmyndavinnuferli, kynningarefni, sýningarhald
    Samþykkt af skóla
    3
    10
    FB
    Í áfanganum útfærir og vinnur nemandinn verk eftir eigin hugmynd og nýtir sér þekkingu og færni úr fyrri áföngum og velur verkefni eftir eigin áhugasviði. Hann getur valið að dýpka skilning á miðlum sem hann hefur áður kynnst eða kynnt sér nýja. Nemandinn skal skipuleggja heildarvinnuferlið, frá hugmynd að endanlegri niðurstöðu, verki sem hann sýnir í lok annar. Verkið skal uppfylla kröfur um hugmyndaauðgi, listræna framsetningu og góðan frágang. Nemandanum er frjálst að leita fanga eins víða og hann telur nauðsynlegt til að ná fram settum markmiðum. Í lok áfangans þarf nemandinn að draga reynslu sína saman í skriflegri greinargerð. Forkröfur: Allir áfangar á brautinni. Nemandinn þarf að hafa lokið öllum textíláföngum á kjörsviði og almennri hönnunarsögu. Áfanginn er að jafnaði tekinn á seinustu eða næstseinustu námsönn nemandans.
    Nemandinn þarf að hafa lokið öllum textíláföngum á kjörsviði og almennri hönnunarsögu. Áfanginn er að jafnaði tekinn á seinustu eða næstseinustu námsönn nemandans.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig hugmynd er fylgt eftir frá því að hún fæðist og þangað til hún er sett upp á sýningu
    • góðri kunnáttu til þess að miðla þekkingu sinni á fjölbreyttan hátt; munnlega, skriflega, verklega og/eða með nýmiðlun
    • og geti rökstutt samfélagslegt og menningarlegt gildi hönnunar sinnar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • auka færni sína í að vinna vandaða hugmyndavinnu í þeim miðli sem hentar honum
    • setja fram vinnuáætlun, fylgja henni og greina verkþætti
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í listgrein sinni og beyti viðeigandi aðferðum við útfærslu verka
    • vera í samskiptum við aðra í hópnum og skipuleggja lokasýningu með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi
    • tjá sig á skýran, ábyrgan, gagnrýninn og skapandi hátt um eigin lokaverk og listrænar niðurstöður sínar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • öðlast sjálfstraust og sjálfstæði í þróun hugmynda og sýni áræðni við útfærslu þeirra og túlkun
    • sýna fram á að hann geti endurmetið hugmyndir sínar og tekið tillit til breytinga í framkvæmd
    • vera fær um að greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
    • vera ábyrgur fyrir eigin verki/um, rökstyðja lokaniðurstöður sínar og sýna fram á rannsóknarvinnu og ígrundun meðan vinnuferlið stendur yfir
    • standa fyrir sýningu og miðla þar af listrænum styrk sínum og taka þátt í samvinnu og samstarfi sem sýningarhald kallar á
    • öðlast hæfni til að meta listrænan styrk sinn og komi auga á hagnýtingu menntunar sinnar
    Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggist upp á mati kennara, sjálfsmati nemenda og jafningjamati.Við námsmat er horft til verklags, vandvirkni, frágangs, ígrundunar, rökstuðnings og þátttöku í kynningum á eigin verkum og annarra. Þá er í áfanganum unnið lokaverkefni sem metið er eftir frumleika, notkun grunnreglna, efnisvali og aðferðum.