Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431103491.04

    Þýska III
    ÞÝSK1CC05
    62
    þýska
    Þýska 3
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    FB
    Þessi áfangi miðast við A2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Áfanginn er framhaldsáfangi og er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér enn betur undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur byggja upp orðaforða um sitt nánasta umhverfi og eru þjálfaðir í hlustun, ritun, lestri og tali. Markmiðið er að nemendur þjálfist í því að geta spurt til vegar, geti bókað hótelbergi á þýsku og pantað sér mat og drykk á veitingastað. Að nemendur geti byggi upp orðaforða sem tengist því og noti til þess grunnatriðin í þýskri málfræði. Einnig læra nemendur að tjá sig um áhugasvið sín og æfa enn betur að tala um liðna atburði og framtíðaráform. Markmiðið er að geta bjargað sér nokkurn veginn á þýsku. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Nemendur hlusti á lög sungin á þýsku og geri verkefni tengd þeim. Einnig eru sýndar kvikmyndir og þættir á þýsku. Nemendur velja sér ákveðin umfjöllunarefni sem tengjast hinum þýskumælandi löndum og kynna fyrir samnemendum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
    • grundvallarþáttum þýska málkerfisins
    • á menningu, samskiptavenjum og siðum hinna þýskumælandi þjóða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
    • fylgja fyrirmælum í kennslustofunni á þýsku
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða sem tengist nemandanum sjálfum, umhverfi og áhugamáli hans
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir
    • segja frá sjálfum sér og fjölskyldu sinni
    • tala um áhugamál sín, og atburði dagslegs lífs í nútíð – og í núliðinni tíð / þátíð
    • skrifa stutta texta um sjálfan sig fjölskyldu sína og áhugamál sín
    • skrifa stuttan texta um liðna atburði
    • spyrja til vegar og vísa til vegar
    • lýsa staðsetningu
    • bóka hótelherbergi og panta mat á veitingastað
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig munnlega og skriflega um efni sem hann þekkir
    • skilja talað mál þegar rætt er um efni sem tengist námsefninu
    • skilja einfalda texta
    • Þekking er metin með lokaprófi, skriflegum könnunum og verkefnum sem bæði eru unnin heima og í kennslustundum. • Leikni er metin með fjölbreyttum verkefnum og könnunum sem taka mið af færniþáttunum fjórum samkvæmt ETM. ( Tal, hlustun, lestur og ritun ) • Hæfnin er metin í verkefnavinnu samkvæmt markmiðum ETM. • Lokapróf metur hæfni nemanda til að skilja lesinn og ólesinn texta, grunnatriði í þýskri málfræði sem og ritunarfærni nemanda. • Munnlegt próf metur hæfni nemanda til að tjá sig á þýsku og skilning á töluðu máli.