Sérstaða kolefnis í lotukerfinu, svigrúmablöndun þess og tengjamöguleikar. Helstu flokkar lífrænna efna, nafngiftareglur þeirra (IUPAC kerfið) og hvarfgangur.
EFNA3GE05(31)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim mun, sem er á ólífrænni og lífrænni efnafræði
Sérstöðu kolefnis í lífrænni efnafræði
Grundvallarbyggingaratriðum lífrænna sameinda og ísómerisma
Atóm- og mólikúlsvigrúmum, svigrúmablöndun og sameindalögun
byggingu og nafngiftum helstu flokka lífrænna efna
hvarfgangi helstu flokka lífrænna efna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Rita byggingarformúlur eftir IUPAC nöfnum
Rita byggingarformúlur eftir "common" nöfnum einfaldra lífrænna sameinda
Spá fyrir um efnahvörf lífrænna efna út frá hvarfefnum og skilyrðum (hvatar o.fl.) þess að hvarf gerist
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
yfirfæra þekkingu sína á einföldum lífrænum efnum á flóknari, lífræn efnasambönd, svo sem sykrur, fituefni og prótein ...sem er metið með... verkefnum og prófi
Stunda nám í lífefnafræði ...sem er metið með... verkefnum og prófi
nýta þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, sem eru sambærileg en ekki þau sömu og hann hefur áður leyst, ...sem er metið með... verkefnum, þar sem reynir á innsæi
Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat er í höndum og á ábyrgð kennara.