Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431422187.74

    Almenn skyndihjálp
    SKYN2EÁ01
    5
    skyndihjálp
    Endurlífgun, meðferð, áverkar
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    AV
    Í áfanganum er fjallað um aðgerðir á vettvangi, skoðun og mat. Farið er yfir endurlífgun, helstu blæðingar, lost og viðbrögð við lostástandi. Einnig eru teknar fyrir helstu tegundir sára, umbúðir og sárabindi og farið í helstu orsakir bruna, flokkun brunasára og skyndihjálp við bruna. Helstu höfuð, háls og hryggáverkum eru gerð skil ásamt brjóst-, kvið- og mjaðmaáverkum. Einnig er farið í beina-, liðamóta- og vöðvaáverka. Nemandinn lærir að spelka útlimi sem orðið hafa fyrir áverka. Farið er í bráða sjúkdóma, eitranir, bit og stungur, ásamt umfjöllun um viðbrögð við kali, ofkælingu og háska af völdum hita. Farið er í björgun og flutning einstaklinga af slysstað.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hugmyndafræði skyndihjálpar
    • hvernig mat á slösuðum einstaklingi á slysstað er framkvæmt
    • framkvæmd endurlífgunar
    • blæðingum og viðbrögðum við lostástandi
    • helstu tegundum sára, umbúða og sárabinda
    • helstu tegundum brunasára og skyndihjálp vegna brunasára
    • helstu áverkum á líkama
    • fyrstu viðbrögðum við kali, ofkælingu og ofhitnun
    • fyrstu viðbrögðum vegna bráðra sjúkdóma, eitrana, bits eða stungna
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bregðast við dauðadái
    • framkvæma mat og skoðun á slösuðum einstaklingum
    • flytja slasaðan einstakling af slysstað á öruggan hátt
    • framkvæma blástursmeðferð og hjartahnoð
    • búa um sár og velja umbúðir við hæfi
    • stöðva blæðingu og búa um blæðandi sár
    • beita viðeigandi meðferð við losti
    • spelka útlimi eftir áverka/tognanir
    • veita fyrstu hjálp vegna brunasára
    • veita fyrstu hjálp vegna kals, ofkælingar og ofhitnunar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta aðstæður á slysstað og bregðast við þeim á viðeigandi hátt
    • veita skyndihjálp vegna bráðra sjúkdóma, dauðadás, slysa og/eða líkamlegra áverka
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.