Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431426429.67

    Gagnasafnsfræði III
    GAGN3PS05(FB)
    1
    Gagnasafnsfræði
    Notkun gagnagrunna
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í áfanganum læra nemendur að tengja saman vefkerfi og gagnagrunna með PHP og SQL-forritunarmálin aðallega. Einnig verður skoðað hvernig ýmis önnur forritunarmál tengjast við SQL gagnagrunna. Markmið áfangans er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í að geta nýtt sér þekkingu sem þeir hafa aflað í forritunarmálunum HTML, CSS, PHP og SQL til gera stærri verkefni. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og að nemendur temji sér almennar vinnureglur varðandi forritunarvinnu á Netinu. Rík áhersla er lögð á að námskeiðið nýtist sem undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum.
    GAGN2DB03 og VFOR2PH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvernig ólík forritunarmál geta tengst og nýtt sér SQL gagnagrunna
    • hvernig forrit geta grætt á því að tengjast gagnagrunnum
    • hvernig einföld notandakerfi virka
    • að geta lesið forritunarkóða sem hafa verið skrifaðir af einhverjum öðrum og geta túlkað hvað er verið að framkvæma
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að blanda saman mörgum ólíkum forritunartungumálum í sama verkefninu
    • að tengja saman SQL gagnagrunn við ólík forritunartungumál
    • að vinna með gögn í SQL gagnagrunni í gegnum ólík forritunartungumál
    • að búa til einfalt notandaviðmót fyrir vefkerfi
    • að búa til einfalt notandakerfi (e. SCRUD) fyrir vefkerfi sem tengist gagnagrunni
    • að greina hvaða virkni kemur úr keyrslu á flóknum tilbúnum forritunarkóða án þess að keyra hann
    • sjálfstæðum vinnubrögðum
    • að nota Netið sem hjálpartæki
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • búa til gagnagrunnstengt vefkerfi
    • birta efni úr gagnagrunnum á vefsíðu
    • búa til notandakerfi fyrir vefsíðu sem felur í sér að leita í gagnagrunni, setja gögn inn, breyta gögnum og eyða gögnum í gagnagrunninum (e. SCRUD)
    • vinna með SQL gagnagrunna í ólíkum forritunartungumálum
    • geta leitað á Netinu að upplýsingum um aðgerðir sem hann skilur ekki
    • vinna sjálfstætt að verkefnum
    Þekking er metin jafnt og þétt yfir tímabilið með verkefnum unnum í tímum og heima, einnig með áfangaprófum og stóru lokaverkefni. Leikni er metin út frá vinnubrögðum við uppsetningu, byggingu og frágang SQL-fyrirspurna, gagnagrunna og hæfni í að tengjast gagnagrunnum með öðrum forritunartungumálum. Hæfnin er metin í verkefnavinnu og prófum út frá getu nemandans til þess að hanna og setja upp gagnagrunna, skrifa SQL fyrirspurnir og að setja upp gagnagrunnstengd vefkerfi. Einnig þurfa nemendur að geta farið yfir tilbúinn forritunarkóða og útskýrt virknina á bakvið hann.