Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431702915.57

    Grafísk hönnun
    MYNL3GH05(FB)
    21
    myndlist
    Grafísk hönnun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Öguð og sjálfstæð vinnubrögð í hugmyndavinnu, s.s. hönnun á auglýsingum, plötuhulstrum, boðsmiðum, merkjum, veggspjöldum, bæklingum og bókaumbroti. Áhersla er lögð á skissuvinnu í hugmyndavinnu og að hugmyndum sé fylgt eftir og þær þróaðar. Farið er í val á letri út frá innihaldi og uppbyggingu. Aðferðir til að greina þarfir viðskiptavinarins eru kynntar. Umræða innan hópsins er mikilvægur þáttur í náminu innan áfangans sem að öðru leyti byggist að mestu á verkefnavinnu. Grunnþekking á ljósmyndaforriti (Adobe Photoshop), teikniforriti (Adobe Illustrator) og uppsetningarforriti (InDesign) þarf að vera til staðar. Þjálfuð er færni í að nota forritin til að efla með sér skilning og þekkingu á framsetningaraðferðum í tölvu. Einnig er farið í það hvernig ganga á frá verkefnum í Acrobat Distiller (PDF) og í Adobe Creative Suite. Fjallað er um sögu hönnunar frá 19. öld og til dagsins í dag og hún skoðuð í ljósi tíðaranda og hugmyndasögu. Kennslan byggist á verkefnavinnu í kjölfar innleggs kennara þar sem megináherslur eru settar fram.
    Undanfari: SJÓN1EU05, SJÓN1LS05, MYNL1HU05, MYNL2MT05, LJÓS1SL05, MYNL2ÞV05, MYNL2FF03, LJÓS2FI05, MYNL3BM05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • að verða hæfari í vinnu með eigin hugmyndir
    • að verða hæfari í að skissa hugmynd
    • að verða hæfari í að fylgja hugmynd eftir til verks
    • að stunda sjálfstæð vinnubrögð
    • að verða hæfari í að tjá sig um eigin verk og annarra
    • að verða hæfari í notkun forrita sem tengjast grafískri hönnun
    • að nýta sér og skilja grunnreglur grafískrar hönnunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skissa hugmyndir sínar
    • koma hugmyndum sínum á framfæri á persónulegan hátt
    • nýta sér þekkingu sína á helstu framsetningartölvuforritum
    • tjá sig munnlega um eigin verk og samnemenda og um samtímahönnun
    • nýta sér og skilja grunnreglur grafískrar hönnunar
    • sýna þróun í verkum sínum frá skissu til lokaverka
    • sýna fram á skapandi vinnuferli
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér þau fræðilegu hugtök sem hann hefur lært til að fjalla um hönnun
    • nota vinnubrögð í grafískri hönnun sem byggja á rannsókn, vinnuferli og rökréttri niðurstöðu
    • sýna verk sín og vinnuferli á skipulegan og rökréttan hátt
    • hafa þekkingu og skilning á aðferðum sem helstu framsetningartölvuforrit bjóða
    • tileinka sér þekkingu á sambandi hönnunar og framsetningarforrita
    • leggja sjálfstætt mat á framsetningaraðferðir og geta miðlað hugmyndum sínum og kunnáttu við hugmyndahönnun með framsetningarforriti
    • þróa með sér sjálfstætt verklag með framsetningarforrit sem verkfæri
    • hafa víðsýni og frumleika að leiðarljósi
    Áfanginn er próflaus. Einkunn verður gefin fyrir skissur, hugmyndavinnu, úrvinnslu hugmynda, uppsetningu og frágang. Kennari leggur mat á sjálfstæði í vinnubrögðum, vinnusemi og heimavinnu. Einnig er tekið tillit til umræðu um eigin verk og annarra og mætingar.