Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431719557.75

    Portfólíó
    MYNL3PO03(FB)
    17
    myndlist
    Gagnamappa/portfólíó
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    FB
    Unnið er að gagnamöppu/portfólíó og leitað fjölbreytilegra leiða í framsetningu og efnisvali og viðhöfð eru sjálfstæð vinnubrögð. Myndverkum hvers nemanda undanfarinna ára er safnað saman, þau ljósmynduð og löguð til í viðeigandi tölvuforriti. Gagnamappa/portfólíó er sett upp eins og hentar best verkum nemandans. Hugmyndavinna, textagerð og rökstuðningur hugmynda er mikilvæg við gerð möppunnar. Samræður milli kennara og nemenda er veigamikill þáttur svo og stuðningur þeirra á milli í vinnuferlinu. Kennari sýnir möguleika á umbroti (layout) og ýmsir möguleikar skoðaðir. Möppur frá eldri nemendum skoðaðar. Haldnir verða Skype-fundir með fyrrverandi nemendum af listnámsbrautinni sem eru í námi erlendis og fyrrverandi nemendur koma í heimsókn og kynna námið sitt. Kennari kynnir mismunandi námsleiðir og möguleika í listnámi. Nemendur fara á sýningar og skólaheimsóknir og gera skýrslur um þær.
    Undanfari: SJÓN1EU05, SJÓN1LS05, MYNL1HU05, MYNL2MT05, LJÓS1SL05, MYNL2ÞV05, MYNL2FF03, LJÓS2FI05, MYNL3BM05, MYNL3TB05/MYNL3TB05, MYNL3GH05/MYNL3ÞM06 og MYNL3GH05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað mikilvægast er að hafa í gagnamöppu/portfólíó
    • hönnun (layout) gagnamöppu/portfólíó
    • hvernig best er að raða í gagnamöppu/portfólíó
    • hvernig hann kynnir sjálfan sig í gagnamöppu/portfólíó í skrifuðu máli og myndmáli
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • gagnrýna eigin verk og átta sig á hvaða verk henta í gagnamöppu/portfólíó
    • tjá sig um eigin verk og annarra
    • geta tekið myndir og skannað eigin verk
    • skrifa texta um sjálfan sig og sína helstu kosti
    • geta tjáð sig munnlega um eigin verk og um samtímalist
    • kynna ferilmöppu sína fyrir nemendahópnum
    • þjálfa sig í að koma hugmyndum sínum á framfæri á persónulegan hátt
    • fylgjast vel með sýningahaldi um samtímalist í Reykjavík
    • kynna sér þær námsleiðir sem í boði eru hér heima og erlendis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hanna eigin gagnamöppu/portfólíó og fylgja henni eftir
    • skrifa um sjálfan sig og senda inn umsókn til áframhaldandi náms eða vinnu
    • geta talað um eigin verk sem og nútímalist
    • kynna sig og sín verk í viðtali í listaháskóla eða á vinnustað
    Áfanginn er próflaus. Einkunn er gefin fyrir efnissöfnun, hugmyndavinnu, úrvinnslu hugmynda, uppsetningu og frágang í gagnamöppu/portfólíó. Kennari leggur mat á vinnubrögð í textagerð, myndatöku, sjálfstæði í vinnubrögðum, ástundun og mætingu. Mat á kynningu möppunnar og umræðu um eigin verk og annarra. Farið er í nokkrar heimsóknir á söfn í Reykjavík og í skóla til að skoða samtímasýningar og námsframboð og nemendur leysa verkefni sem tengjast þessum ferðum.