Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431951267.68

    Skólinn í okkar höndum
    BRAG1SA01
    2
    Skólabragur
    Skipulag, forvarnir, námstækni
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur aðlagist vel nýju skólastigi og skólaumhverfi. Nemendur fá að kynnast þjónustu og úrræðum sem í boði eru – unnið er með hópefli, námstækni, forvarnir og heilsueflingu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • verkefninu heilsueflandi framhaldsskóli.
    • námskröfum skólans
    • aðferðum til að skipuleggja tíma og nám
    • uppsetning námsferils
    • leiðum til að takast á við álag í námi og daglegu lífi
    • skólaumhverfinu og helstu starfsemi skólans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja sér markmið sem námsmaður og einstaklingur
    • setja saman namsferil
    • skipuleggja sig
    • vera þátttakandi samskiptum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vera sjálfbær
    • skipuleggja námsferil sinn og ígrunda í samræmi við áhuga og markmið
    • öðlast sjálfstraust í nýju skólaumhverfi
    • vera meðvitaður um ábyrgð sínar og skyldur sem fylgja auknu sjálfstæði
    • öðlast sjálfstraust í samskiptum við ólíkar aðstæður
    fjölbreytt námsmat – virkni og mæting metin til einkunnar