Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432031046.1

    Hestamennska bóklegt II
    HEST1GF05
    4
    hestamennska
    Grunnur í hestamennsku framhald
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Meginviðfangsefni áfangans er að kenna áframhaldandi grunnatriði í hestamennsku sem og grunnhugtök, skilgreiningar, siðareglur og lögmál greinarinnar. Kennd er almenn þróunarsaga hestsins (equus) ásamt uppruna og sögu íslenska hestsins. Viðhorf manns og hests, líkamstjáningu hestsins, hvernig hann lærir, hugsar og bregst við áreiti. Minni og námsgeta hestsins, athygli og einbeitingarhæfni. Mikilvægi umbunar og algengustu leiðir til þess að umbuna hesti. Ástæður þess að hestur skilur ekki og hvernig bregðast megi við því. Frekari áhersla er lögð á ábendingar, virkni og notkun þeirra. Fyrstu stig fimiæfinga, þ.e. að vinna við hönd, kyssa ístöð og sveigjustopp. Ítarleg umfjöllun um notkun reiðvalla, reiðleiðir, merkingar og umferðarreglur. Rétt taumhald og notkun mismundi taumábendinga. Einfaldar gangskiptingar og framkvæmd þeirra. Útreiðar og þjálfun á víðavangi, forsendur og ávinning.
    HEST1GR05 og REIM1GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum og skilgreiningum greinarinnar.
    • helstu siðareglum og lögmálum greinarinnar.
    • almennri þróunarsögu hestsins (equus).
    • uppruna- og sögu íslenska hestsins.
    • grunnatriðum í skipulagi félagskerfis hestamennsku sem áhugamáls.
    • viðhorfi manns og hests, líkamstjáningu hestsins, hvernig hann lærir, hugsar og bregst við áreiti, sbr. áreiti, svörun, afleiðing.
    • minni og námsgetu hestsins, athygli og einbeitingarhæfni.
    • mikilvægi umbunar og algengustu leiðir til þess að umbuna hesti.
    • ástæðum þess að hestur skilur ekki og hvernig bregðast megi við því.
    • ábendingum, virkni og notkun þeirra.
    • æfingunni áfram og stopp.
    • fyrsta stigi fimiæfinga, þ.e. að vinna við hönd, kyssa ístöð, sveigjustopp og upphaf hliðargangsæfinga.
    • notkun reiðvalla, reiðleiðir, merkingar og umferðarreglur.
    • réttu taumhaldi og notkun mismundi taumábendinga.
    • einföldum gangskiptingum og framkvæmd þeirra.
    • útreiðum og þjálfun á víðavangi, forsendur og ávinning.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig í ræðu og riti um áframhaldandi grunnatriði fagsins.
    • leggja rétt mat á einfaldar aðstæður og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verklag.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • fylgjast með og taka þátt í almennum umræðum um stöðu og framtíð greinarinnar.
    • geta tjáð sig í ræðu og riti um einfaldar aðferðir og hugtök í faginu.
    • geta fylgt leiðbeinandi reglum um öryggismál og hollustuhætti á vinnustað.
    • hafa þroska til að íhuga og meta sjónarmið annarra.
    • vera meðvitaður um eigin stöðu og færni og nálgast fag sitt af virðingu og ábyrgð.
    • geta unnið sjálfstætt og af öryggi með grunnþætti í faginu.
    • geta tekið réttar ákvarðanir miðað við aðstæður.
    Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.