Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432031315.12

    Hestamennska bóklegt III
    HEST2GÞ05
    2
    hestamennska
    Grunnþjálfun, bygging og hreyfifræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Meginviðfangsefni áfangans er að kenna nemendum helstu þjálfunarhugtök og skilgreiningar sem liggja þeim að baki. Líffræði hestsins, og umhirðu hesta. Byggingu hestsins, hreyfifræði og mikilvægi góðs andlegs jafnvægis. Farið er ítarlegra í gangtegundir íslenska hestsins. Helstu þjálfunarstig klassískrar reiðmennsku og grunnatriði þjálfunar með tilliti til hreyfieðlis hestsins. Hvernig skal minnka misstyrk og fá hestinn samspora. Kynntar til sögunnar mismunandi vinnuaðferðir og nálgun við þjálfun hesta. Fimiæfingar og baugavinna, gildi og framkvæmd. Aðferðir við tölt- og stökkþjálfun. Þjálfunarslár og grunnatriði hindrunarstökks.
    HEST1GR05, HEST1GF04, REIM1GR05, REIM1GF05, FÓHE1GR02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu þjálfunarhugtökum og skilgreiningum sem liggja þeim að baki.
    • muninn á andlegu jafnvægi og spennu hjá hestum.
    • baugavinnu og að víkja.
    • einföldum fimiæfingum og þjálfun þeirra (grunn), hliðargangsæfingum s.s.
    • framfótasnúningi og krossgangi.
    • mismunandi vinnuaðferðum og nálgun við þjálfun hesta.
    • fjölbreyttri teymingarvinnu, hringteymingum og vinnu við hönd.
    • taumsambandi og taumhaldi, helstu forsendum og notkun.
    • öllum helstu ásetum forsendum þeirra og notkun.
    • líffræði hestsins og umhirðu.
    • byggingu hestsins og hreyfifræði.
    • gangtegundum, eðli þeirra, hreyfistigum og vita hvað liggur til grundvallar gangtegundaþjálfun.
    • stigskiptri þjálfun.
    • misstyrk og hugtakinu samspora.
    • brokkslám og hindrunarstökki.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig í ræðu og riti um áframhaldandi grunnatriði fagsins.
    • leggja rétt mat á einfaldar aðstæður og taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi verklag.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tjáð sig í ræðu og riti um fagið.
    • miðla þekkingu sinni m.a. í ræðu og riti um helstu þjálfunarhugtök og skilgreiningar sem liggja þeim að baki.
    • muninn á andlegu jafnvægi og spennu hjá hestum.
    • baugavinnu og að víkja.
    • einfaldar fimiæfingar og þjálfun þeirra (grunn), hliðargangsæfingar s.s. framfótasnúning og krossgangi.
    • mismunandi vinnuaðferðir og nálgun við þjálfun hesta.
    • fjölbreytta teymingarvinnu, hringteymingar og vinnu við hönd.
    • taumsamband og taumhald, helstu forsendur og notkun.
    • allar helstu ásetur, forsendur þeirra og notkun.
    • líffræði hestsins og umhirðu.
    • byggingu hestsins og hreyfifræði.
    • gangtegundir, eðli þeirra, hreyfistig og vita hvað liggur til grundvallar gangtegundaþjálfun.
    • stigskipta þjálfun.
    • misstyrk og hugtakið samspora.
    • brokkslár og hindrunarstökk.
    Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.