Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432125002.03

    Uppeldi og rannsóknir
    UPPE3UR05
    7
    uppeldisfræði
    Uppeldi og rannsóknir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í áfanganum gefst nemendum tækifæri á að dýpka þekkingu sína á tveimur völdum sviðum innan uppeldis- og menntunarfræða en dýpri skilningur á viðfangsefninu er forsenda faglegra rannsókna. Áhugahvöt nemenda er kveikja að viðamikilli rannsóknarvinnu þar sem þeir öðlast reynslu af beitingu bæði eigindlegra og megindlegra aðferða við öflun og vinnslu upplýsinga. Með þeim formerkjum eru verkefni áfangans unnin og niðurstöður kynntar á vandaðan hátt. Vinnuferlið á að vera lifandi og á sama tíma efla skipulagshæfni og ábyrgðarkennd gagnvart eigin námi.
    UPPE2IÞ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • margvíslegum rannsóknaraðferðum tengdum uppeldi og menntun
    • öflun upplýsinga með megindlegum og eigindlegum aðferðum
    • margvíslegum kenningum um uppeldi og menntun til þess að geta gert faglegar rannsóknir
    • mikilvægi gagnrýninnar og skapandi umræðu og umfjöllunar um uppeldis- og menntamál
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita mismunandi rannsóknaraðferðum á viðfangsefni eigin rannsókna
    • beita fræðihugtökum og kenningum á viðfangsefni eigin rannsókna
    • tengja kenningar við eigin rannsóknarniðurstöður
    • miðla eigin rannsóknarniðurstöðum á skapandi hátt til samnemenda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með uppeldis- og menntunarfræðileg hugðarefni á gagnrýninn og skapandi hátt
    • velja rannsóknaraðferðir sem hæfa mismunandi rannsóknarefnum
    • meta frammistöðu og vinnuframlag í samvinnuverkefnum, sitt eigið og annarra
    • setja rannsóknarniðurstöður fram á forvitnilegan og skapandi hátt og kynna öðrum
    Áfanginn er símatsáfangi. Þekking er metin á grunni tveggja dýpri einstaklings- og hópaverkefna sem eru unnin í tímum og heima. Leikni er metin á grunni beitingar aðferða uppeldis- og kennslufræðinnar til rannsókna og beitingar röklegrar og skapandi hugsunar í ræðu og riti. Hæfni er metin á grunni vinnuframlags, vinnubragða og árangurs í rannsóknarvinnu og með tilliti til þess hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna og hæfileikanum til að vekja aðra til umhugsunar og skapa umræðu um rannsóknarviðfangsefnin.