Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432593092.44

    Járningar
    HEST1JÁ01
    5
    hestamennska
    Járningar
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Fjallað er um líffærafræði neðri hluta fótar og farið yfir áhrif járninga á fótaheilbrigði hestsins. Samspil járninga og fótstöðu við hreyfingar og ganglag verður jafnframt til umfjöllunar. Farið er yfir þau verkfæri sem notuð eru við járningar og verklag við notkun þeirra. Nemendur fá verklega þjálfun í almennum járningum.
    REIM1RA04 (Reiðmennska 1)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • líffærafræði neðri hluta fótar hesta.
    • áhrifum járninga á fótaheilbrigði hests.
    • samspili járninga og fótstöðu við hreyfingar og ganglag hesta.
    • helstu verkfærum sem notuð eru við járningar.
    • helstu vinnuaðferðum sem notaðar eru við járningar.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skoða líffærafræði neðri hluta fótar hests.
    • skoða áhrif járninga á fótaheilbrigði hests.
    • skoða samspil járninga og fótstöðu við hreyfingar og ganglag hesta.
    • beita helstu verkfærum sem notuð eru við járningar.
    • beita helstu vinnuaðferðum sem notaðar eru við járningar.
    • járna hest.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir áhrifum járninga á fótaheilbrigði hesta ...sem er metið með... rökstuðningi.
    • tengja samspil járninga og fótstöðu við hreyfingar og ganglag hesta ...sem er metið með... rökstuðningi.
    • leysa járningar af hendi með öryggi og heilbrigði hests og knapa í huga ...sem er metið með... rökstuðningi og verklagi.
    Verklegt og munnlegt próf.