Áfanginn er bóklegur og verklegur með það að markmiði að nemandinn læri að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í blaki og geti borið ábyrgð á hópi barna. Áhersla er á tæknikennslu og kennslu í leikfræði og reglum. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grunnfærni í greininni og lögð er áhersla á mikilvægi þess að leikurinn sé kenndur á leikrænan og skemmtilegan hátt.
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
leikreglum í blaki
hvernig á að leiðbeina börnum í blaki
kennslu tækniæfinga í blaki
skipulagningu blakþjálfunar
fjölbreyttum leik- og tækniæfingum í blaki
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leiðbeina byrjendum í blaki
nota blak sem skólaíþrótt
spila blak
leiðbeina og bera ábyrgð á hópi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: