Áfanginn er bóklegur og verklegur með það að markmiði að nemandinn fá innsýn í þá líkams og heilsurækt sem stunduð er utandyra / útivist. Áhersla er á nemendur kynnist og láti á reyna þær fjölmörgu aðferðir sem hægt er að nota til að rækta líkama og sál utan dyra. Einnig er lögð áhersla á að nemandi geti borið ábyrgð á hópi barna og ástundað sjálfstæð vinnubrögð. Stefnt er að því að nemendur fari í eina langa ferð (gönguferð) sem reynir á undirbúning (ásamt styttri gönguferðum), búnað og viljastyrk ásamt því að kynnast nokkrum möguleikum til útivistar tengda jaðarsporti.
ÍÞRF2ÞJ05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hugtakinu útivist og öðrum sem tengjast henni ásamt gildi hennar fyrir líkama og sál
skipulagningu og undirbúning gönguferðar í náttúru Íslands
fjölbreytileika útivistar - jaðarsport
gildi góðrar leiðsagnar og hlutverki leiðsögumanns
öryggisatriðum er varða ferðalög og útivist
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leiðbeina og bera ábyrgð á hóp
undirbúa og skipuleggja gönguferðir
meta eigin getu og styrk til fjölbreyttrar útivistar
skipuleggja og nýta frítíma til útivistar
leiðbeina og bera ábyrgð á hóp
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja atburð fyrir lítinn hóp
stjórnað og borið ábyrgð á hóp
lesa í landslag og meta öryggi við ástundun útivistar
átta sig á ólíkri getu einstaklinga í hópi
skilja fjölbreytileika í starfi leiðsögumanna
ástunda sjálfstæð vinnubrögð
Virkni í tímum, verkefni, verkleg geta og þátttaka í vetvangsferðum. Áfanginn er próflaus.