Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432724146.26

    Vetraríþróttir
    ÍÞRG3VÍ04
    28
    íþróttagrein
    Vetraríþróttir
    Samþykkt af skóla
    3
    4
    Áfanginn er bóklegur og verklegur með það að markmiði að nemandinn kynnist íþróttum er tengjast útivist að vetri til og öðrum íþróttum sem eru stundaðar eru við vetraraðstæður. Þekki hugtakið útivist og mikilvægi almennrar útivistar fyrir heilsu og vellíðan. Einnig er lögð áhersla á að nemandi geti borið ábyrgð á hóp og ástundað sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur öðlist grunnfærni í ólíkum íþróttagreinum vetraríþrótta auk þess að hvetja þá til aukinnar ástundunar á þessum vinsælu almennings- og keppnisíþróttagreinum.
    ÍÞRF2ÞJ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmsum aðferðum við að stunda vetraríþróttir
    • hvernig á að leiðbeina öðrum í mismunandi vetraríþróttum
    • mismunandi vetraríþróttum og útivist að vetri til
    • skipulagningu ferða, íþrótta og útivist sem tengjast vetri
    • mismunandi möguleikum til að stunda vetraríþróttir og útivist að vetri til
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • leiðbeina byrjendum í ýmsum vetraríþróttum
    • nota útivist og iþróttir sem tengjast vetri
    • nýta sér íþróttir og útivist að vetri til
    • leiðbeina og bera ábyrgð á hópi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja íþróttir og útivist að vetri til
    • stjórnað og borið ábyrgð á hóp
    • átta sig á mismunandi getu einstaklinga í hópi
    • ástunda sjálfstæð vinnubrögð
    Virkni í tímum, verkefni, æfingakennsla, verkleg geta og bóklegt próf.