Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432759192.57

    Ferðamálafræði - II
    FERÐ3BB05(FB)
    3
    ferðamálafræði
    Ferðamálafræði og starfsþjálfun
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Í áfanganum auka nemendur þekkingu sína á ferðamálafræði og íslenskum ferðamálum og fara í starfsþjálfun í fyrirtæki innan ferðaþjónustunnar þar sem þeir kynnast mismunandi störfum. Eftir starfsþjálfun fer fram úrvinnsla með kennara og samnemendum. Þar kynna nemendur sinn vinnustað og segja frá reynslu sinni. Fjölbreyttar aðferðir eru notaðar til að vinna að verkefnum og nemendur nýta sér starfsþjálfun sína og annarra nemenda að átta sig á hvað vel er gert og hvað betur mætti fara.
    Hafa lokið FERÐ2AA05. Einungis nemendur eldri en 18 ára geta valið þennan áfanga
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu ferðaþjónustu á Íslandi
    • á væntingum og þörfum ferðamanna eftir uppruna
    • muninum á góðri og slæmri þjónustu
    • menntunarkröfum sem hæfa störfum í ferðaþjónustu
    • á eigin menningu og siðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér upplýsinga um uppruna og siðavenjur ferðamanna
    • nýta sér gögn og upplýsingar í starfsþjálfun sinni
    • greina muninn á góðri og slæmri þjónustu
    • nýta styrkleika sína og bæta veikleika sína
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr gögnum og leggja á þau mat
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
    • geta tekið þátt í rökræðum um málefni ferðaþjónustu á Íslandi
    • sýna viðeigandi framkomu í starfi, s.s. klæðaburði, kurteisisvenjum og talsmáta
    • uppfylla sanngjarnar kröfur ferðamanna
    • afla sér fjölbreyttra gagna
    • sýna viðeigandi framkomu í starfi, s.s. klæðaburði, kurteisisvenjum og talsmáta
    Þekking er metin með verkefnaskilum og dagbók. Leikni er metin með þátttöku í tímum , samvinnu meðal nemanda og mætingu á vinnustað. Hæfni er metin með endurgjöf starfsþjálfa og samanburði kennara á hæfni nemandans fyrir og eftir starfsþjálfun.