Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432900623.23

    Strjál stærðfræði
    STÆR3SS05
    93
    stærðfræði
    strjál stærðfræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er unnið með helstu viðfangsefni og aðferðir strjállar stærðfræði, svo sem rökfræði, mengjafræði, talnafræði, talningarfræði, fléttufræði og netafræði.
    STÆR2FG05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mengjum og vörpunum þeirra á milli
    • rökfræðitáknum og Boole-algebru
    • talningarlögmálinu, summum, margfeldum, aðfeldum, tvíliðum og umröðunum.
    • deilanleika, talnakerfum, frumtölum og leifareikningi
    • endurkvæmni, þrepun og reikniritum
    • helstu hugtökum netafræðinnar
    • einföldum fléttufræðilegum leikjum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita helstu talningaraðferðum
    • búa til rökfræðitöflur og rökrásir
    • sanna stærðfræðiyrðingar með þrepun
    • beita endurkvæmni við athuganir á runum og mengjum
    • beita einföldum reikniritum við lausnir fléttufræðilegra viðfangsefna
    • nota net til að setja upp einföld líkön
    • breyta tölum milli talnakerfa
    • leifareikningi og leifajöfnuhneppum
    • finna öruggar siguraðferðir einfaldra leikja eins og Nim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • beita skipulögðum vinnubrögðum á gagnrýninn hátt við lausn verkefna ...sem er metið með... skilaverkefnum
    • setja fram stærðfræðilegar hugmyndir og rökstutt þær skriflega og munnlega fyrir öðrum ...sem er metið með... skilaverkefnum og munnlegu prófi
    • meta og gagnrýna stærðfræðileg skrif annarra ...sem er metið með... munnlegu prófi
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Munnlegt og skriflegt lokapróf.