Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433150278.04

    Litafræði, formfræði, starfsumhverfi
    SJÓN1LS05(FB)
    6
    sjónlistir
    Litafræði, formfræði, starfsumhverfi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    FB
    Kennd eru grunnlögmál myndbyggingar þar sem unnið er með hugtökin jafnvægi, þyngd og tilraunir eru gerðar með beitingu þeirra. Einnig eru kennd grundvallarlögmál litafræði efnis og litablöndun efna er æfð. Litanotkun og myndbygging eru svo samhæfð. Auk þess afla nemendur fjölbreyttra upplýsinga um starfsvettvang myndlistarmenntaðs fólks.
    Undanfari: SJÓN1EU05 haust/vor
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnlögmálum og reglum sem gilda um uppbyggingu mynda
    • hugtökunum jafnvægi, þyngd, hraða, hrynjandi með tillitli til myndbyggingar
    • hinum þremur víddum sem litur hefur: blæ, birtustigi og mettun
    • þeim lögmálum sem gilda um litablöndun efna varðandi alla þættina þrjá og samspil þeirra
    • frumlitum, annars stigs litum og þriðja stigs litum, birtustigi lita og áhrifum lýsingar og skyggingar með svörtu og hvítu
    • lögmálunum um andstæðuliti, samstæðuliti, heita og kalda liti, hreina liti og jarðliti
    • einföldum atriðum í samspili forms og lita
    • helstu merkingartengslum forma og lita við ýmis gildi og tákn í samfélaginu
    • starfsmöguleikum, starfsvettvangi og möguleikum myndlistarmenntaðs fólks til að koma list sinni á framfæri
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita lögmálum og reglum hefðbundinnar myndbyggingar til að gera óhlutbundnar grunnmyndir þar sem tilraunir eru gerðar með jafnvægi, þyngd, hraða og hrynjandi mynda
    • blanda annars og þriðja stigs liti úr grunnlitunum efnislita, lýsa þá og dekkja
    • tefla saman litum og myndbyggingu til að ná fram tilteknum áhrifum í mynd
    • vinna kerfisbundið og beita ferlisvinnu þar sem byrjað er með mjög einfaldar forsendur og reglur sem stig af stigi verða flóknari hvað varðar byggingu og litasamsetningar
    • nota reglur myndbyggingar og litafræði á sjálfstæðan hátt við vinnslu skapandi verkefna hvort heldur er eftir fyrirmælum annarra eða út frá eigin hugmyndum
    • greina hvort mynd skilar þeim áhrifum sem sóst er eftir og geta rætt og rökstutt val sitt með því að beita hugtökum myndbyggingar og litafræði
    • taka þátt í samkeppni um afmarkað verkefni sem kennari leggur fyrir
    • leita sér upplýsinga um starfsvettvang listamanna og hönnuða með því að leita beint til viðurkenndra aðila á sviði lista og hönnunar og miðla þeim upplýsingum á skýran og skilmerkilegan hátt til samnemenda sinna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina á milli lita og litbrigða af öryggi
    • gera sér grein fyrir uppbyggingu mynda
    • greina áhrifaríkar myndir frá öðrum og geta rökstutt val sitt með tilvísun til litafræði og myndbyggingar
    • ná fram þeim áhrifum sem hann/hún sækist eftir í myndsköpun sinni með beitingu litar og forma
    • tjá sig skýrt og skilmerkilega um myndir með hugtökum litafræði og myndbyggingar
    • geta haft frumkvæði og komið hugmyndum sínum og upplifunum á framfæri með viðurkenndu myndmáli menningar sinnar
    • búa yfir nokkurri yfirsýn og tilfinningu fyrir starfsmöguleikum og starfsvettvangi myndlistarmenntaðra á Íslandi sem og möguleikum þeirra til framhaldsnáms hérlendis og erlendis
    • taka þátt í samkeppni á vettvangi myndlistarmenntaðs fólks
    Námsmat áfangans felst í mati á úrlausnum litafræði- og myndbyggingarverkefna sem unnin eru í kennslustundum og lögð fram í lok áfangans í samfelldri heildstæðri vinnumöppu. Verklag í kennslustundum og frágangur verkefna og framsetning eru hluti námsmatsins. Heimanám er metið á sama hátt og vinnubók en þó er mun meira vægi á frumkvæði, sköpunarkrafti og áræðni við úrlausn heimaverkefna en þegar vinnubók er metin. Starfsvettvangshlutinn er metinn út frá kynningu nemenda á þeirri vitneskju sem rannsókn þeirra hefur aflað þeim og er byggt á mati kennara og jafningjamati. Áhersla er lögð á leiðsagnarmat með persónulegum umsögnum samhliða tölulegum einkunnum með sérstakri áherslu á styrkleika og framtíðarmöguleika.