Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433167205.88

    Danska - Bókmenntir og menning
    DANS3BM05
    14
    danska
    bókmenntir og orðaforði, menning
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    FB
    Þessi áfangi miðast við C1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar.Í þessum áfanga er lögð áhersla á að kynna fyrir nemendum helstu stefnur í dönskum bókmenntum. Einnig er lögð áhersla á grunnhugtök í bókmenntagreiningu, að nemendur þjálfist í að lesa á milli línanna og beiti gagnrýnni hugsun til að túlka texta og þekkja mismunandi stílbrögð. Flestir danskir háskólar gera kröfu um C1 sem skilyrði fyrir inngöngu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • menningu og siðum Dana, straumum og stefnum í dönskum stjórnmálum
    • dönskum bókmenntum og geti dregið bókmenntasögulegar línur
    • sameiginlegum uppruna dönsku og íslensku
    • mismunandi hefðum í mæltu og rituðu máli
    • orðaforða sem er nægilega víðtækur til að gagnast honum í frekara námi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram
    • skilja sérhæfða texta sem fjalla um efni sem hann þekkir
    • skilja lengri málflutning jafnvel þó að hann sé óskipulagður
    • taka þátt í óundirbúnum samræðum og bregðast við í samræmi við danska siði og venjur
    • taka þátt í umræðum um margvísleg málefni bæði persónulegs og almenns eðlis
    • skilja flókna og sértæka texta sem gera miklar kröfur til lesandans
    • skrifa stutta en vel uppbyggða ritgerð
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á
    • lesa sér til gagns þrátt fyrir að fjallað sé um fræðilegt eða tæknilegt efni
    • geta lagt gagnrýnið mat á texta og aðrar upplýsingar
    • beita rithefðum sem hæfa hæfniþrepinu þ.m.t. að færa rök fyrir máli sínu, nota heimildir og byggja upp lengri og styttri texta sem og notkun myndmáls
    • tjá tilfinningar sínar
    • flytja vel uppbyggða kynningu og bregðast við spurningum um hana
    • skilja sjónvarpsþætti og kvikmyndir án mikilla erfiðleika
    • beita þeim stíl sem hentar þeim viðtakanda sem hafður er í huga
    • Þekking er metin með lengri og styttri skriflegum verkefnum. • Leikni og hæfni er metin út frá getu nemandans til að tjá sig og bregðast við ílagi (lesnu og í hljóðformi) munnlega og skriflega.