Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433429147.02

    Lífsstíll C
    LÍFS2LC01
    4
    lífsleikni
    Sjálfstætt verkefni
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Í áfanganum vinnur nemandinn sjálfstætt verkefni sem hann velur sjálfur í samráði við kennara. Verkefnið fjallar um íþróttir og heilsurækt í víðum skilningi. Nemandi aflar heimilda og upplýsinga eða gerir könnun sem tengist viðfangsefninu og skilar lokaskýrslu. Nemandinn skal einnig halda fyrirlestur upp úr efni sínu á ákveðnum tímapunkti í samráði við kennara.
    Lífsstíll A og B, Hreyfing A, B, C, D
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því efni sem hann fjallar um í sjálfstæðu verkefni sínu
    • uppbyggingu og aðferðum við skýrslugerð
    • hvernig best er að koma frá sér efni á áhugaverðan og skipulagðan hátt
    • vísan í heimildir og frágang heimilda
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að vinna við öflun og úrvinnslu upplýsinga er tengjast hreyfingu og heilsurækt
    • greina heimildir og vinna með mismunandi tegundir heimilda
    • tengja saman ýmisskonar efni sem tengist hreyfingu og heilsurækt
    • skrifa skiljanlegan og lipran texta þar sem faglegum meginatriðum eru gerð góð skil
    • gera heimildaskrá og vísa í texta
    • kynna niðurstöður á skýran og áhugaverðan hátt
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði við gerð verkefnis tengdu hreyfingu og heilsurækt
    • greina aðalatriði úr heimildum og skrifa um þau
    • beita gagnrýnni hugsun við upplýsingaöflun
    • kveikja áhuga meðal hlustenda og útskýra umfjöllunarefni á skiljanlegan og skipulegan hátt
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.