Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433429695.29

    Lífsstíll D
    LÍFS3LD01
    1
    lífsleikni
    Markmiðasetning, heilsa, lífsstíll
    Samþykkt af skóla
    3
    1
    Í áfanganum er lögð áhersla á markmiðasetningu og lífsstíl. Bæði verður unnið með skammtíma- og langtímamarkmið. Nemendur vinna sjálfstætt verkefni, eigin lífsstíls- og þjálfunaráætlun, sem byggir á þekkingu úr fyrri lífsstíls og hreyfingaráföngum. Nemendur fá fræðslu um gildi þess að lifa heilbrigðu lífi og kynnast fjölbreyttum möguleikum umhverfisins til líkams- og heilsuræktar.
    Lífsstíll A, B, C Hreyfing A, B, C, D
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi aðferðum til heilsuræktar
    • leiðum til að nýta líkams- og heilsurækt í daglegum athöfnum
    • forsendum og áhrifum þjálfunar á eigin líkama, heilsu og líðan
    • mikilvægi skipulags fyrir heilbrigðan lífsstíl
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að setja sér markmið og skipuleggja eigin lífsstíl til lengri og skemmri tíma
    • nýta sér ýmsar leiðir til að stunda styrktar-, þolþjálfun, slökun og viðhalda liðleika
    • nýta sér möguleika til heilsuræktar í nánasta umhverfi sem og flétta hreyfingu inn í daglegt líf og starf
    • sýna frumkvæði, sjálfstæði og seiglu við framkvæmd markmiða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hvaða þættir í eigin lífsstíl hafa áhrif á heilsu og líðan
    • greina frá afstöðu sinni til heilbrigðs lífsstíls
    • útbúa sérsniðna áætlun sem hentar honum sjálfum til lengri tíma
    • setja sér raunhæf markmið og geta breytt eigin lífsstíl ef þörf er á
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.