Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433774600.3

    Lestur og ritun
    DANS2LR04
    65
    danska
    Lestur og ritun
    Samþykkt af skóla
    2
    4
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur vinni með flóknari texta en áður. Unnið er með orðaforða sem m.a. tengist daglegu lífi, umhverfismálum, lífsstíl, menningu og listum, tækni og vísindum. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur kynnast danskri og norrænni menningu og fjallað verður um siði og venjur dansks samfélags. Í áfanganum er notast við ýmsa rauntexta auk bókmenntatexta. Nemendur vinna sjálfstætt að viðameiri verkefnum í formi kynninga og ritunarverkefna.
    DANS2ML03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • danska menningarsvæðinu og hvernig danska nýtist á norræna menningarsvæðinu almennt
    • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta danska menningu
    • orðaforða til undirbúnings náms á háskólastigi
    • helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja eðlilegt talað mál við mismunandi aðstæður sem og algengustu orðasambönd sem einkenna það
    • lesa fjölbreyttar gerðir texta og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð textans eða viðfangsefnisins
    • tjá sig munnlega skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • rita margs konar texta, formlega og óformlega og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
    • beita meginreglum danskrar málfræði og setningafræði
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál svo sem samræður og fjölmiðlaefni, inntak erinda og annað tiltölulega flókið efni sem hann hefur kynnt sér
    • tileinka sér innihald ritaðs texta og nýta það á mismunandi hátt
    • lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynnt og geta brugðist við og tjáð skoðanir sínar um efni þeirra
    • lesa á milli línanna og átta sig á dýpri merkingu texta
    • geta tjáð sig hiklaust og tekið þátt í samræðum við ólíka viðmælendur sem hafa dönsku að móðurmáli
    • geta skipst á skoðunum og sett fram hugmyndir sínar af talsverðu öryggi og komið þeim kunnáttusamlega til annarra
    • tjá sig skýrt, lipurlega og blaðalaust fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem nemandinn hefur kynnt sér
    • geta skrifað læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
    • skrifa margs konar texta og fylgja þeim rithefðum sem við eiga hverju sinni
    • leita sér upplýsinga og fróðleiks á dönskum netsíðum.